Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Blaðsíða 194
193
Hér getur að líta lokaorðin í fyrirlestri derrida á ráðstefnu sem haldin var
við Johns Hopkins háskóla árið 1966, öðrum þræði til að heiðra strúkt-
úralistann Claude Lévi-Strauss. Ráðstefnan þótti til marks um að strúkt-
úralismi væri að taka við sér í Bandaríkjunum en með fyrirlestri sínum,
„Formgerð, tákn og leikur í orðræðu mannvísindanna“ tókst hinum til-
tölulega lítt þekkta derrida að stuða gesti og móðga Lévi-Strauss fyrir
lífstíð. Í endurliti má sjá að 1966 urðu vatnaskil í sögu hugvísinda á 20. öld:
Strúktúralisminn náði hámarki og arftaki stefnunnar ruddi sér til rúms.28
Ári síðar gaf derrida ekki út eina, ekki tvær heldur þrjár fyrstu bækur
sínar, Roland Barthes lýsti yfir dauða höfundarins, Kristeva kvaddi sér
hljóðs með greininni um Bakhtín… Í stuttu máli: Póststrúktúralískir og
póstmódernískir tímar voru upp runnir, það er engin tilviljun að derrida
lýkur fyrirlestri sínum á barnsfæðingu.
Í þýðingu Garðars Baldvinssonar boðaði barnsfæðingin – hin ónefn-
anlega spurning sem derrida vísar til í lok fyrirlestursins – komu sína
„í formlausri, hljóðri, hvítvoðungslegri og hrollvekjandi mynd ófreskj-
unnar“. Á frummálinu er talað um monstruosité sem vitanlega er dregið af
orðinu monstre.29 Hvert var skrímslið í fyrirlestri derrida árið 1966 og á
Hugvísindaþingi við Sæmundargötu anno 1996?
Hjá derrida er það tungumálið, orðræðan, sem er boðuð af nánast
biblíulegum eldmóði: „Það var á þessari stundu sem tungumálið flæddi
yfir vettvang hinna fjölþættu spurninga, á þessari stundu sem allt, í fjar-
veru miðju eða upphafs, varð að orðræðu… “30 Orðræða. Af öllum þeim
hugtökum sem bárust inn í íslenskt mál með nútímabókmenntafræði er
orðræðan (fr. discours) svo útbreidd, að maður veltir fyrir sér hvort til
greina hafi komið þegar ný Biblíuþýðing leit dagsins ljós árið 2007 að þýða
upphaf Jóhannesarguðspjalls: Í upphafi var orðræðan og orðræðan var
hjá Guði og orðræðan var Guð. Orðræðan varð guð á póstmódernískum
tímum – eða skrímsli, kannski hvort tveggja.
28 Sjá Paul Fry, „deconstruction i“, fyrirlestur 12. febrúar 2009 í „introduction to
Theory of Literature“; síðast skoðaður á vefsíðu open Yale Courses í sept. 2015.
Sjá einnig François Cusset og umfjöllun hans í French Theory: Foucault, Derrida,
Deleuze & Cie et les mutations de la vie intellectuelle aux États-Unis, París: éditions
La découverte, 2003, t.d. bls. 38–42.
29 Jacques derrida, „La structure, le signe et le jeu dans le discours des sciences
humaines“ í L’écriture et la différence, París: Seuil, 1994[1967]), bls. 428.
30 Jacques derrida, „Formgerð, tákn og leikur í orðræðu mannvísindanna“, bls.
132.
ENdALOK NÚTÍMABÓKMENNTAFRæði Á ÍSLANdi