Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Page 198
197
egill arnarson
Hvernig ætti að fjalla
um íslenska samtímaheimspeki?
Inquiring into Contemporary Icelandic Philosophy, ritstjóri Gabriel Malenfant
Reykjavík: Háskólaútgáfan og Heimspekistofnun 2014.
innan heimspekinnar er löng hefð fyrir ritum þar sem veitt er yfirlit yfir
greinina og bæði greint frá þeim straumum sem þar hafa verið ríkjandi
og verkum helstu talsmanna þeirra. Í eldri ritum af þessum toga eru þau
gjarnan bundin við ákveðið land. Þannig eru á síðastliðnum öldum skrif-
aðar bækur í Frakklandi um þarlenda samtímahugsuði, í Þýskalandi um
þýska o.s.frv.1 Í seinni tíð virðist mér sem slík yfirlitsverk séu minna bund-
in af landamærum, enda heimspekihefðirnar aftur orðnar fjölþjóðlegri.2 Á
Íslandi er þó lítil hefð fyrir ritum af þessum toga, enda fáar fræðigreinar
sem eiga sér hér langa eða viðburðaríka sögu, a.m.k. í samanburði við
flest Vesturlönd. Bókmenntasagan er hér til í mörgum bindum en saga
bókmenntafræðinnar sem slíkrar er í besta falli brotakennd. Umfjöllun um
íslenska heimspeki hefur umfram allt verið helguð tilteknum hugsuðum
1 Eldri dæmi um sambærileg yfirlitsrit um samtímaheimspeki ákveðins lands eru:
Philibert damiron. 1828. Essai sur l’histoire de la philosophie en France au dix-
neuvième siècle (París: Ponthieu et compagnie); Marin Ferroz. 1880. Histoire de
la philosophie en France au XIXè siècle: Traditionalisme et ultramondanisme: J. de
Maistre, de Bonald, Lamennais, Ballanche, Buchez, Bautain, Gratry, Bordas-Demoul-
in, etc. (París: didier) og Oswald Külpe. 1920. Die Philosophie der Gegenwart in
Deuts chland: Eine Charakteristik ihrer Hauptrichtungen, 7. útg. (Leipzig og Berlín:
B. G. Teubner). Frægt nýlegt rit í sömu hefð er t.d. Vincent descombes. 1979.
Le même et l’autre: Quarante-cinq ans de philosophie française (1933–1978) (París:
Les éditions de Minuit) sem kom út á ensku 1980 undir heitinu Modern French
Philosophy (Cambridge og New york: Cambridge University Press).
2 Sú tilhneiging að hólfa heimspekina í aðgreindar þjóðlegar hefðir virðist eflast með
uppgangi þjóðríkisins og að sama skapi draga úr henni eftir því sem fjarar undan
því. Þannig voru heimspekingar á miðöldum og fram á 18. öld meiri heimsborgarar
en síðar varð.
Ritið 3/2015, bls. 197–215