Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Page 200
199
tungumálum, til þess að gera sumar þessara hugmynda enskumælandi les-
endum í fyrsta sinn aðgengilegar“ (8–9, mín þýðing). innganginum er sem
sagt ætlað að uppfylla fyrsta markmiðið en köflunum um einstaka heim-
spekinga hin tvö markmiðin, hver með sínum hætti.
Nú má segja að það sé fyllilega raunhæft markmið að ætla sér að bregða
vissu ljósi á áhrif manna og gera sumar hugmyndir þeirra aðgengilegar en þó
er spurning hvort ekki hefði mátt bæta við því markmiði að vega og meta
kenningar manna og verk. Í viðtali við DV greinir ritstjóri frá því að þegar
lögð voru drög að greinasafninu hafi verið ákveðið að greinarnar ættu að
vera „skrifaðar af virðingu fyrir hugmyndum hugsuðarins“ hverju sinni og
að þær ættu að vera „aðgengilegar en ekki einfeldningslegar“. Hann bætir
svo við: „Auðvitað máttu þeir [höfundarnir] varpa fram gagnrýnum spurn-
ingum líka“.5
Í „ídeal“ heimi má ætla að heimspekingar fögnuðu málefnalegri gagn-
rýni á kenningar þeirra og litu á það sem einhverja mesta virðingu sem
þeim gæti hlotnast. Að hversu miklu leyti það er til marks um að við lifum í
„föllnum“ heimi þegar „auðvitað má líka“ gagnrýna þá veltur á því hvernig
við kjósum að túlka þau orð. Sú áhersla er skiljanleg að vilja koma hug-
myndum heimspekings til skila frekar en huglægu mati á því hvað lesanda
eigi að finnast um þær. En orðalagið, bæði í formálanum og viðtalinu,
bendir þó til þess að hið síðarnefnda hafi aðeins átt að mæta afgangi. Og
það er spurning hversu æskilegt viðhorf það sé. Gagnrýni heimspekinga á
t.d. hegðun stjórnmálamanna virðist eiga auðvelt með að rata í fréttir, þótt
ekki sé þar með sagt að sú gagnrýni hafi jafnan augljós áhrif. En ef heim-
spekingar ganga ekki með góðu fordæmi í því að taka mark á gagnrýni
annarra heimspekinga, þá þurfa takmörkuð þjóðfélagsleg áhrif af gagnrýni
þeirra heldur ekki að koma sérstaklega á óvart.
Í aðfaraorðum bókarinnar (11) er tekið fram að greinasafnið Philo-
sophical Apprenticeships: Contemporary Continental Philosophy in Canada hafi
verið haft að fyrirmynd en í því er m.a. að finna grein eftir Malenfant um
samborgara hans Bettinu Bergo. Ekki verður þó séð af þeim hlutum bók-
arinnar sem eru aðgengilegir á netinu að höfundum hafi þar verið ætlað að
ræða „af virðingu“ um hugmyndir kanadískra meginlandsheimspekinga.
Þó kemur það nokkuð af sjálfu sér þar sem höfundahópurinn samanstend-
ur af doktorsnemum sem gera grein fyrir heimspekikenningum kennara
5 „Kynnir íslenska heimspeki fyrir umheiminum“, DV, 8. maí 2015, sótt 25.5.2015
af http://www.dv.is/menning/2015/5/11/gabriel-malenfant/
HVERNiG æTTi Að FJALLA UM ÍSLENSKA SAMTÍMAHEiMSPEKi?