Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Síða 201
200
sinna.6 Ekki er óalgengt að rit sem þessi séu skrifuð af mörgum mismun-
andi höfundum en skjátlist mér ekki er það þó oftar verk eins manns. Vera
má að seinni tilhögunin tryggi málefnalegri umfjöllun um samtímaheim-
spekinga þar sem höfundur stendur þá í meiri fjarlægð við viðfangsefni sitt
en t.a.m. áðurnefndir doktorsnemar. Sú staðreynd að höfundar Inquiring
skuli einkum vera fyrrum nemendur þeirra sem þeir fjalla um gefur þó til-
efni til að ætla að umfjöllunin verði heldur hlutdræg og ógagnrýnin (að því
gefnu að þeir hafi ekki verið búnir að fremja fræðilegt föðurmorð). Á hinn
bóginn er þessi verkefnaskipting mjög skiljanleg í fámenninu á Íslandi
þar sem fáir eru þess umkomnir að fjalla af viti um hugmyndir hérlendra
heimspekinga. Þau sjónarmið hljóta að skipta meira máli en önnur í verki
sem þessu.
Í ljósi þessara markmiða ætti ekki að koma á óvart að Inquiring er
umfram allt kynning á mismunandi hugsuðum en ekki dómur yfir verk-
um þeirra. Titillinn gefur það einnig til kynna: Sögnin „inquire“ merkir í
þessu samhengi að grafast fyrir um eitthvað, kanna það eða rannsaka, og
lýsingarháttur nútíðar (inquiring) gefur í skyn að þeirri eftirgrennslan sé
enn ólokið, hér séu aðeins fyrstu vörðurnar kynntar á leiðangri sem hljóti
að verða lengri.
Inquiring er fyrsta bók sinnar tegundar hér á landi, því aldrei hefur
verið fjallað um íslenska samtímaheimspeki með svo víðtækum hætti. Þó
væri ofmælt að segja að ekki hafi áður verið fjallað um stöðu íslenskrar
heimspeki í samtímanum.
Þannig leitast Helgi Pjeturss í grein sinni „Íslensk heimspeki“ við að
finna óútgefnu riti Brynjúlfs frá Minna-Núpi, Sögu hugsunar minnar (1912),
stað innan hrjóstrugs menningarlandslags hér á landi. Til þess rótar hann
eftir ummerkjum um sérstaka heimspeki Íslendinga í fornum lögspeking-
um þeirra, sérvitringum, bókmenntum, hugtökum og málsháttum. Saga
hinna síðastnefndu gæti að hans mati „orðið til að skýra skilning á andlegu
6 Ritstjórar réttlæta ákvörðun sína svo: „in many of these essays readers will discover
research that has, until now, been available only in classes, in unpublished papers,
and at conferences. This gives readers a rare opportunity to enjoy work still in
progress. it is also a chance for readers to familiarize themselves with the con-
tinental tradition of philosophy without having to actually go to class.“ (Philo-
sophical Apprenticeships: Contemporary Continental Philosophy in Canada. 2009. Ritstj.
Jay Lambert og Jason Robinson, Ottawa: University of Ottawa Press, vii). Að því
gefnu að höfundar skrifi ekki beinlínis um eigin leiðbeinendur getur maður fallist
á þessi rök. Óútgefið efni virðist raunar ekki hafa verið meðal þess sem höfundar
Inquiring skoðuðu, þótt fyrir komi að minnst sé á slíkt (206).
egill aRnaRson