Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Page 205
204
seinna bindið að verða nokkuð umfangsmikið ef ætti að fjalla um alla þá
Íslendinga sem kenna eða hafa kennt heimspeki við erlenda háskóla. Færa
mætti rök fyrir því að þótt ýmsir þeirra eigi sér glæstan feril séu áhrif
þeirra á íslenskt heimspekisamfélag líklega það takmörkuð að þeir ættu
lítið erindi í rit helgað „íslenskri heimspeki“. Svo þarf þó ekki að vera.
Þannig er t.d. framlag Eyjólfs Kjalars Emilssonar, Stefáns Snævarr eða
Ástu Kristjönu Sveinsdóttur til hennar ekki það takmarkað að slík aðgrein-
ing ætti rétt á sér.
Ástæða er til þess að hrósa Gunnari Harðarsyni sérstaklega fyrir efn-
isríkan inngang um forsögu akademískrar heimspeki hér á landi. Þar vekur
hann athygli á því að kennsla í heimspekilegum forspjallsvísindum hafi
raunar hafist við Prestaskólann árið 1848. Námsstyrkirnir sem kenndir
voru við fyrsta heimspekikennarann þar, Hannes Árnason, hafi síðan lagt
grunninn að fyrsta blómaskeiði greinarinnar á fyrri hluta 20. aldar, með þau
Ágúst H. Bjarnason, Guðmund Finnbogason, Sigurð Nordal og Björgu C.
Þorlákson í fararbroddi. Áður en seinna blómaskeiðið hófst með stofnun
heimspekiskorar 1972 hafi ríkt ákveðið hnignunarskeið í heimspeki hér á
landi í þrjá áratugi þar sem kennslan í heimspekilegum forspjallsvísindum
hafi í raun einkum verið fólgin í sálfræði; í heimspekilegum skilningi hafi
„raddir vorsins þagnað“ á því tímabili (35). Þessi tímabilaskipting blasir
nokkuð við hvað akademíska heimspeki varðar. Þó væri hæpið að yfirfæra
hana á heimspekilega þekkingu meðal almennings, sem hefur þá væntan-
lega komist í meiri kynni við heimspekilegar hugmyndir á öðru tímabilinu
en aðstæður leyfðu á fyrra blómaskeiðinu.
Aðstæður til heimspekiiðkunar
Í innganginum kemur Gunnar inn á ýmsar spurningar varðandi heim-
speki á Íslandi, svo sem þá, sem áður var nefnd, hvort ástundun hennar
jafngildi því að hér hafi myndast sérstök heimspekihefð. Svo er ekki að
skilja á honum, enda sé varla við öðru að búast á tímum þegar ekkert sam-
komulag ríkir um hvernig eigi að skilgreina heimspeki (13–14). Með sama
hætti mætti að vísu hafna hvers kyns tengslum þjóðar og heimspeki, sem
er heldur ósennilegt, a.m.k. gætir gjarnan ákveðinna áherslna í heimspeki-
hefð eins lands sem lítið fer fyrir í öðru landi o.s.frv. Það er m.ö.o. ekki
alveg sama hvar maður lærir fagið.
Ein áherslan innan heimspekinnar hér á landi er t.d. sú hreintungustefna
að búa til íslensk orð um erlend heimspekihugtök en hún á sér lengri sögu
egill aRnaRson