Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Page 210
209
fangsefni til þess að geta talist sérstakt einkenni hinnar ætluðu íslensku
heimspeki. Rökin gegn henni eru þó fjölbreytt:
a. Að hætti Kants og fyrirbærafræðinga leitaðist Arnór Hannibalsson
(a.m.k. skv. túlkun Henrys Alexanders Henryssonar) við að sýna
fram á hvernig huglæg vitundarstarfsemi er ekki nauðsynlega
„sjálfsveruleg“, þ.e. algjörlega einstaklingsbundin, heldur sam-
mannleg (77–87).
b. Þá kenningu að tungumálið geti aldrei náð utan um veruleikann til
að tjá sannleikann gagnrýnir Róbert H. Haraldsson fyrir að falla
á eigin bragði, þ.e. að byggjast á hátimbruðum hugmyndum um
eiginleika veruleikans eða sannleikans og þar með einmitt á sömu
frumspeki og hún gagnrýnir (141).
c. Þá sem sjá valdaátök milli hópa að baki hverri tilraun til þess að tala
máli almennrar skynsemi, s.s. við skipan réttláts samfélags, sakar
Vilhjálmur Árnason um að stuðla aðeins að áframhaldandi þjóð-
félagslegri mismunun. Þannig kasti þeir barninu með baðvatninu
þegar þeir gera sannleiksleit og réttlætisbaráttu tortryggilega, eins
og oft hefur verið málflutningur póstmódernista. Hafi ætlun þeirra
með því verið að rétta hlut einmitt þeirra hópa sem hin algilda
skynsemi nútímans á að vera blind á, þá hljóta siðferðilegu rökin
fyrir þeirri viðleitni einnig að teljast vafasöm (112).
d. Aðrir sjá minni ógn í póstmódernismanum; þær gloppur í algild-
ishyggjunni sem hann hafi beint sjónum okkar að megi vel hafa í
huga um leið og við reynum bæði að halda tryggð við og endurnýja
hugsjónir nútímalegrar algildishyggju, t.d. með því sem Sigríður
Þorgeirsdóttir nefnir „veikan póstmódernisma“ (172).
Sú mynd sem við fáum af heimspekingum við Háskóla Íslands er nokk-
uð margvísleg og þátttöku þeirra í umræðum um stór átakamál er ágæt-
lega haldið til haga, einkum um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði,
Kárahnjúkavirkjun eða eftirmál hrunsins. Raunar minnir mig að þeir hafi
oft tjáð sig um ögn minni hitamál á opinberum vettvangi, s.s. trúarkennslu
í skólum eða störf mannanafnanefndar, og gæfi það fyllri mynd af þeim
ef minnst væri á slík skrif. Almennt hefði þó mátt skoða betur kenning-
ar hvaða heimspekinga þeir styðjast einkum við, t.d. í ofannefndri glímu
við afstæðið. Í slíkum efnum eru menn enginn eylönd heldur eiga þeir í
samræðu við ýmsar heimspekihefðir, sem gagnlegt væri að vita af til þess
HVERNiG æTTi Að FJALLA UM ÍSLENSKA SAMTÍMAHEiMSPEKi?