Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Page 212
211
Hins vegar þyrfti að beita meiri heimildarýni en rammi þess greina-
safns sem hér er til umræðu gaf tilefni til. Þannig er spurning hvort ekki
þurfi að skoða hvaða rök eru fyrir því að tala um skil milli fyrri „gull-
aldar“ og hnignunarskeiðs heimspekinnar. Frumherjarnir Guðmundur
Finnbogason og Ágúst H. Bjarnason (svo ekki sé minnst á Björgu C.
Þorlákson þótt hún hafi ekki kennt við HÍ) skrifuðu töluvert um sálfræði,
þar á meðal í tengslum „við nám í Forspjallsvísindum“, og önnur efni
utan heimspekinnar og ekki er sjálfgefið að Símon Jóh. Ágústsson, sem
samdi inngangsrit um bæði rökfræði og fagurfræði og fjallar um sálfræði
með hugmyndasögulegu ívafi, hafi breytt lesefninu í heimspekilegum for-
spjallsvísindum svo mjög.14 Einnig held að ég skoða þurfi bréfaskriftir
Þorsteins Gylfasonar við Martin Heidegger áður en það telst viðurkennd
staðreynd að það hafi einkum verið þær sem gerðu honum ljóst mikilvægi
tungumálsins í samtímaheimspeki (44, 53); þannig þarf einfaldlega að
vinna slíkar rannsóknir.
Nú þykir almennt ósanngjarnt að gagnrýna rit fyrir að vera ekki mun
stærri og viðameiri eða allt öðruvísi en þau eru, eins og segja má að ég hafi
gerst sekur um á þessum síðum. Því læt ég í lokin nægja að benda á fáein
atriði sem hefðu mátt betur fara. Þannig óttast ég að sumum yngstu heim-
spekingunum í greinasafninu sé lítill greiði gerður með því hástemmda
hrósi sem þau hljóta fyrir verk þeirra eða guðsgjafir. Einum eru eignuð
„exceptional philosophical and linguistic skills“ (227) og öðrum hampað
sem eina íslenska heimspekingnum sem hafi fengið birta grein í heim-
spekitímaritinu Mind (raunar í sérstakri heiðursútgáfu þess, 215). Nú er
það út af fyrir sig áhugavert en ef greinasafnið er einkum hugsað fyrir
útlendinga má spyrja sig hvaða máli það skiptir: Ef ég læsi um slíkar dáðir í
yfirlitsriti um heimspeki t.d. Möltu eða Lúxemburgar held ég að mér stæði
nokkuð á sama.
Ritstjóri hefði einnig mátt samræma einhver atriði, s.s. að tengja
ónefnda ritaröð sem Þorsteinn Gylfason hafði lengi umsjón með (46) við
lærdómsrit HÍB sem nefnd eru í inngangi (36). Erfitt er einnig að átta sig
á tengslum milli stefna, t.d. hvort eitthvað sé skylt með þeim „kontextúal-
14 Ágúst H. Bjarnason. 1916. Almenn sálarfræði: til notkunar við sjálfsnám og nám
í Forspjallsvísindum (Reykjavík: Gutenberg); sami höf. 1918. Um tilfinningalífið
(Reykjavík: Háskóli Íslands); Guðmundur Finnbogason. 1926. „Sálarlífið og svip-
urinn“, Skírnir 100 (1): 195–205; Símon Jóh. Ágústsson. 1945. Mannþekking: hagnýt
sálarfræði (Reykjavík: Hlaðbúð); sami höf. 1948. Rökfræði (Reykjavík: Hlaðbúð);
sami höf. 1953. List og fegurð (Reykjavík: Hlaðbúð).
HVERNiG æTTi Að FJALLA UM ÍSLENSKA SAMTÍMAHEiMSPEKi?