Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Page 218
217
Inngangur að þýðingu
Höfundarverk Georgs Simmel (1858–1918) er margbrotið og enginn hægðar-
leikur að staðsetja það innan fræðilegs samhengis. Nokkur hefð er fyrir því
að telja Simmel til frumkvöðla félagsfræðinnar í upphafi tuttugustu aldar en
jafnframt má telja hann til hóps þeirra fræðimanna sem lögðu grunn að nýjum
straumum menningarfræði á þessu tímabili, þar sem sjónum var í auknum
mæli beint að samtímamenningu og birtingarmyndum hennar. Í skrifum
sínum nálgast hann viðfangsefnið frá víðu menningarlegu sjónarhorni og e.t.v.
hefur stöðu hans verið einna best lýst í texta eftir Jürgen Habermas, sem kall-
aði Simmel „heimspekilega þenkjandi samtímagreinanda með rætur í félags-
vísindum“.1
Lýsing Habermas á einkum vel við um síðari hluta höfundarferilsins,
sem gjarnan er skipt upp í þrjú skeið. Fyrstu skrif Simmels standa að mestu
undir merkjum pragmatisma og glímunnar við þróunarhugmyndir, en um
aldamótin 1900 verða hvörf á ferlinum þegar Simmel snýr sér að spurning-
um á sviði félagsfræði og sækir í auknum mæli til skrifa immanuels Kant og
þýsku hughyggjunnar. Á öðrum áratugnum fetar Simmel sig loks í átt að hefð
lífheimspeki og skrif hans frá þessu tímabili eru mörkuð af þeirri menningar-
bölhyggju sem setti svip sinn á skrif evrópskra menntamanna á tíma heims-
styrjaldarinnar miklu.2 Hin félagsfræðilegu hvörf eru gjarnan tengd við grein-
1 Jürgen Habermas, „Simmel als Zeitdiagnostiker“, Georg Simmel, Philosophische
Kultur. Über das Abenteuer, die Geschlecter und die Krise der Moderne, Berlín: Wagen-
bach, 1998, bls. 7–17, hér bls. 8.
2 Um þessi ólíku skeið á höfundarferli Simmels, sjá m.a. greinargóða og gagnrýna
umfjöllun í: Werner Jung, Georg Simmel zur Einführung, Hamborg: Junius, 1990,
bls. 23–29.
georg simmel
Stórborgir og andlegt líf
Ritið 3/2015, bls. 217–233