Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Síða 220
219
ekki að fordæma eða réttlæta, heldur aðeins að skilja“ eins og Simmel bendir á.
Ritgerðin um stórborgina og andlegt líf tengist flokki greina þar sem Simmel
glímir við ólíkar birtingarmyndir nútímans, allt frá tísku, vörusýningum og
kvennahreyfingunni til alpamenningar og hlutverks rústa í nútímanum.6 Í
ritgerðum höfundarins frá fyrsta rúmum áratug tuttugustu aldar má greina
athyglisvert skref frá heimspekilegum hugrenningum til menningarfræði-
legrar greiningar, en Theodor W. Adorno lýsti hlutverki Simmels á þann hátt
að hann hafi orðið „fyrstur til þess, þrátt fyrir alla sálfræðilega hughyggju, að
marka afturhvarf heimspekinnar til áþreifanlegra hluta“ og þannig opnað fyrir
gagnrýna sýn á ríkjandi hefðir „þekkingargagnrýni og hugmyndasögu“.7 Skrif
Simmels vísa þannig veginn til skrifa margra þeirra fræðimanna sem áttu eftir
að móta hefð menningarfræðinnar á tuttugustu öld, má þar ekki aðeins nefna
Adorno, heldur einnig höfunda á borð við Siegfried Kracauer, Walter Benjamin,
Norbert Elias, Ernst Bloch, Pierre Bourdieu og Friedrich A. Kittler.8
„Stórborgir og andlegt líf“ er skýrt dæmi um þá beittu greiningu sem
gjarnan má finna í ritgerðum eða „esseyjum“ Simmels. Í „esseyjunni“ má segja
að hann hafi fundið það form sem féll best að greiningu hans, sem lýst hefur
verið sem einskonar „félagsfræðilegri smásjárrannsókn“9 á sundraðri og brota-
kenndri menningu nútímans. Svo aftur sé gripið til skrifa Adornos, þá felst
sérstaða esseyjunnar í því að hún „byggir hvata hins andkerfisbundna inn í
sína eigin aðferð og leiðir hugtökin rakleitt og „milliliðalaust“ fram, með sama
hætti og hún tekur við þeim“, þannig að þau öðlast vægi sitt og nákvæmni
aðeins með „afstöðu sinni innbyrðis“.10 Form esseyjunnar speglar þannig
menningarlegt umhverfi nútímans og stórborgarinnar, sem frá sjónarhorni
Simmels hefur mótað ný „sálfræðileg skilyrði“ er einkennast af „hraðri sam-
þjöppun síbreytilegra mynda“, þar sem „stutt er á milli þáttanna sem rúmast
6 Hér má einkum benda á safn greina sem Simmel tók saman í ritinu Philosophische
Kultur, sem vitnað er til að framan. Greinasafnið kom fyrst út 1911 en var endur-
útgefið í breyttri gerð 1923.
7 Theodor W. Adorno, „Henkel, Krug und frühe Erfahrung“, Gesammelte Schriften,
11. bindi: Noten zur Literatur, Frankfurt am Main: Suhrkamp, 1997, bls. 556–566,
hér bls. 558.
8 Sjá: Otthein Rammstedt, „Georg Simmel und die Soziologie“, Georg Simmel,
Individualismus der modernen Zeit, bls. 361–392, hér einkum bls. 388–392.
9 Ben Highmore, Everyday Life and Cultural Theory: An Introduction, London og New
york: Routledge, 2002, bls. 37.
10 Theodor W. Adorno, „der Essay als Form“, Noten zur Literatur, bls. 9–33, hér
bls. 20. Um hina brotakenndu sýn í greiningu Simmels og speglun hennar á brota-
kenndri heimsmynd nútímans, sjá einnig: Highmore, Everyday Life and Cultural
Theory, bls. 33–44.
STÓRBORGiR OG ANdLEGT LÍF