Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Side 221
220
innan sjónsviðs mannsins“ og „hughrif dynja óvænt á honum“. Kvikt form ess-
eyjunnar felur þannig í sér svörun við glundroða nútímans og gefur færi á að
bregðast við breyttu menningarástandi með nýrri tegund fræðilegrar hugsunar.
Í menningu sem orðin er að hreinni sýnd og innan hagkerfis þar sem allir
hlutir eru lagðir að jöfnu út frá verðmati hlýtur hin menningarlega og þjóð-
félagslega greining að beinast að yfirborðinu. Þegar horft er til þessa sam-
hengis verður vægi þeirrar greiningar sem finna má í skrifum Simmels um
birtingarmyndir og menningarafurðir nútímans greinilegt. Í skrifum hans má
jafnframt greina skarpt sjónarhorn á samband fyrirbrigðanna á yfirborðinu
við þau lífsgildi sem liggja menningu til grundvallar, en þessu sambandi lýsti
fræðimaðurinn Siegfried Kracauer á skilmerkilegan hátt árið 1927, í upphafi
þekktrar greinar um „fjöldaskrúðið“: „Fábrotin tjáningin á yfirborðinu […]
veitir milliliðalausan aðgang að hinum ríkjandi grunngildum“.11 Simmel orðar
þessa hugsun með svipuðum hætti í greininni sem hér birtist, þegar hann
bendir á að „sökkva [megi] lóði ofan í djúp sálarinnar til að tengja allt hið
fánýta og yfirborðskennda við stefnumörkun og nýjustu sýn á merkingu og
stíl lífsins“. Grunngildi og lífsafstaða samfélags líkamnast m.ö.o. í þeim menn-
ingarafurðum sem finna má á yfirborðinu og verða best greind þar.
Þótt Simmel taki hinni nýju menningu yfirborðsins á margan hátt með
opnum hug sem ögrandi viðfangsefni, má jafnframt greina myrka drætti í
sýn hans á nútímann. Hér er ekki aðeins átt við sýn hans á stórborgina sem
lífsrými er einkennist af taugaveiklun, tómlæti og „fálæti“ eða „Blasiertheit“
(dregið af franska orðinu „blasé“), svo gripið sé til lykilhugtaks í greiningu
hans, sem dregur fram tengsl textans við þær hugmyndir um taugaveiklun
og sefasýki sem mótuðu hugmyndir bæði menntamanna og almennings um
stórborgina og menningu nútímans um aldamótin 1900.12 Hér er einnig átt
við greiningu Simmels á framrás hlutlægrar menningar, lýsingu hans á „þróun
11 Siegfried Kracauer, „das Ornament der Masse“, Das ornament der Masse. Essays,
Frankfurt am Main: Suhrkamp, 1963, bls. 50–63, hér bls. 50. Hér er einnig vert
að benda á greinargóða umfjöllun Anthonys Vidler um borgarmyndina í skrifum
Simmels og Kracauers: Anthony Vidler, „Agoraphobia: Spatial Estrangement
in Georg Simmel and Siegfried Kracauer“, New German Critique, 54/1991, bls.
31–45.
12 Benda mætti á fjölda rita um hugmyndir um taugaveiklun nútímamannsins og
tengsl þeirra við stórborgina um aldamótin 1900. Hér verður þó látið nægja að
vísa til forvitnilegrar greinar eftir Ben Singer, þar sem fjallað er um slíkar hug-
myndir á mótum menningargagnrýni og afþreyingarmenningar og þær tengdar við
skrif Simmels: Ben Singer, „Modernity, Hyperstimulus, and the Rise of Popular
Sensationalism“, Cinema and the Invention of Modern Life, ritstj. Leo Charney og
Vanessa R. Schwartz, Berkeley: University of California Press, 1995, bls. 72–99.
geoRg siMMel