Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Page 226
225
sem og áreiðanleika í skilgreiningu þess sem er líkt og ólíkt og ótvíræðni
í samningum og sáttmálum. Skilyrði stórborgarinnar eru í senn orsök og
afleiðing þessa þáttar. Þannig eru sambönd og málefni hins dæmigerða
stórborgarbúa alla jafna svo flókin og margbreytileg að sé ekki gætt ýtr-
ustu nákvæmni um skuldbindingar og framlag leysist allt upp í ringulreið,
ekki síst vegna þess að sambönd og störf sívaxandi fjölda fólks með gjör-
ólíka hagsmuni fléttast saman í flókna heild. Ef öll úr í Berlín tækju að
ganga vitlaust og í mismunandi átt, þótt ekki væri nema í klukkustund,
myndu öll viðskipti og samgöngur í borginni raskast til lengri tíma. Að
auki myndu fjarlægðirnar, sem virðast aðeins liggja á yfirborðinu, gera alla
biðina og fýluferðirnar að óþolandi tímasóun. Þannig er tækni stórborgar-
lífsins almennt óhugsandi án þess að allar athafnir og innbyrðis sambönd
séu skilmerkilega felld inn í fastmótaðan tímaramma sem er hafinn yfir hið
huglæga. Einnig hér blasir þó við í hverju hlutverk þessarar greiningar er
fólgið: frá sérhverjum punkti á yfirborði lífsins, sem virðist alfarið tilheyra
og spretta af þessu yfirborði, má sökkva lóði ofan í djúp sálarinnar til að
tengja allt hið fánýta og yfirborðskennda við stefnumörkun og nýjustu sýn
á merkingu og stíl lífsins. Stundvísin, útreikningarnir og nákvæmnin, sem
flækjur og útvíkkun stórborgarinnar þröngva upp á lífið, eru ekki aðeins
náskyld efnahagslegu og vitsmunalegu eðli hennar, heldur verða þau einnig
að setja svip sinn á inntak lífsins og stuðla að útilokun hvers kyns óröklegra,
eðlislægra og sjálfráðra þátta og hvata sem leitast við að móta lífið á eigin
forsendum í stað þess að taka við því fullmótuðu og skipulögðu í þaula.
Þótt alls ekki sé útilokað að líf einstaklinga í stórborginni grundvallist á
slíkum sjálfsákvörðunarrétti er tilvist af þessum toga andstæð gerð hennar,
sem skýrir ákaft hatur hugsuða eins og Ruskins og Nietzsches á stórborg-
inni – hugsuða sem sjá gildi lífsins aðeins í hinu sérstæða og óskipulega
sem ekki verður útfært með sama hætti fyrir alla, en af þessu sprettur í senn
hatur þeirra á peningahagkerfinu og vitsmunahyggjunni.
Þættirnir sem fléttast þannig saman í mynd sem er í hæsta máta óper-
sónuleg, með nákvæmri og þaulhugsaðri skipulagningu lífsháttanna, stefna
um leið að því sem er í hæsta máta persónulegt. Sú birtingarmynd sálar-
lífsins er vandfundin sem er jafn lýsandi fyrir stórborgina og fálætið. Það
er í fyrsta lagi afleiðing síkviks taugaáreitis þar sem andstæðurnar þjapp-
ast saman, en okkur virðist sem þetta áreiti sé einnig rótin að mögnun
vitsmunanna í stórborginni og það er einmitt ástæða þess að heimskir
og að upplagi andlausir menn eru sjaldnast fálátir. Taumlaust nautnalíf
STÓRBORGiR OG ANdLEGT LÍF