Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Síða 227
226
leiðir til fálætis vegna þess að það reynir á taugarnar og knýr fram sterk-
ustu viðbrögð þeirra uns þær hætta að bregðast við – á sama hátt kalla
einnig sakleysislegri áhrif á ofsafengnustu svörin með hraða sínum og
andstæðuþrungnum sviptingum, þau hnykkja taugalífinu fram og aftur
af slíku offorsi að það er að lokum þurrausið og ef menn dvelja áfram í
þessu umhverfi geta þeir ekki endurheimt krafta sína. Magnleysið sem
gerir mönnum ókleift að bregðast við nýju áreiti af tilhlýðilegum krafti er
einmitt það fálæti sem kemur fram hjá sérhverju barni í stórborginni, ólíkt
börnum í kyrrlátara og fábrotnara umhverfi.
Önnur uppspretta, sem rennur inn í peningahagkerfið, sameinast þess-
ari lífeðlisfræðilegu uppsprettu fálætisins í stórborginni. Eðli fálætisins
felst í ónæmi á mismun hlutanna. Þar með er ekki sagt að menn skynji þá
ekki, líkt og sá sem er skilningssljór, heldur skynja menn vægið og gildið í
mismun hlutanna og þar með hlutina sjálfa sem merkingarlausa. Í augum
hins fáláta eru þeir allir jafn daufir og grámóskulegir og enginn þeirra þess
verður að vera tekinn fram yfir aðra. Þetta sálarástand er ekki annað en
svörun hugverunnar við peningahagkerfinu, sem er runnið henni í merg
og bein. Peningar leggja fjölbreytileika allra hluta að jöfnu og meta allan
eigindlegan mismun út frá verðmæti. Með litleysi sínu og skeytingarleysi
verða þeir að samnefnara allra gilda, þannig að þeir stuðla að hryllilegustu
flatneskju. Þeir hola hlutina miskunnarlaust að innan, svipta þá sérstöðu
þeirra, eigindlegu gildi og því sem ekki verður lagt að jöfnu við annað.
Þeir fljóta allir með sama þunganum í stöðugu streymi fjármagnsins, ber-
ast áfram í sömu iðunni þótt vissulega fari mismikið fyrir þeim. Þegar
hlutirnir eru lagðir að jöfnu við peninga geta litbrigði þeirra – eða öllu
heldur litleysi – í ákveðnum tilvikum verið næstum ómerkjanleg. Í afstöðu
hins ríka til þeirra hluta sem hægt er að eignast fyrir peninga – og jafnvel í
þeirri heildarmynd sem almenningsálitið ljær þessum hlutum nú hvarvetna
– fer það ekki milli mála. Þetta er ástæða þess að stórborgirnar, miðstöðvar
fjármagnsflæðisins þar sem verslun með hluti er margfalt umfangsmeiri en
gerist í smærri byggðum, eru jafnframt kjörrými fálætisins. Þar er árang-
urinn af samþjöppun manna og hluta, sem reynir á einstaklinginn og kallar
fram ýtrustu taugaviðbrögð hans, að vissu leyti mestur. Alfarið megindleg
aukning þessara sömu skilyrða snýr árangrinum upp í andstæðu sína, þessa
sérstæðu birtingarmynd aðlögunar að fálætinu þar sem taugarnar sjá hinsta
möguleikann til að sættast við inntak og form borgarlífsins í því fólginn að
hafna viðbrögðunum – sumir lifa af en kosta því til að hlutheimurinn sé
geoRg siMMel