Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Síða 229
228
sterkrar hneigðar í þróun samfélagslegs lífs, einnar fárra sem hægt er að
lýsa á nokkuð algildan hátt. Fyrsta stig samfélagsmyndunar, sem greina má
í sögulegum samfélögum en einnig í þeim sem enn eru í mótun, er fremur
smár hópur sem greinir sig afdráttarlaust frá nágrönnum, framandi hópum
eða þeim sem eru á einhvern hátt fjandsamlegir, en myndar aftur á móti
þeim mun sterkari tengsl inn á við og gefur einstaklingnum lítið svigrúm
til að rækta eigin hæfileika og takmarkað frelsi til að hreyfa sig á eigin
ábyrgð. Á þennan hátt myndast pólitískir hópar og ættarsamfélög, flokkar
og trúfélög. Sjálfsbjargarviðleitni mjög ungra samfélaga og hópa krefst
skýrra markalína og miðstýrðrar einingar og getur því ekki gefið einstak-
lingum frelsi eða svigrúm til ytri eða innri þróunar. Í framhaldi af þessu
skeiði beinist þróun samfélagsins samtímis í tvær ólíkar en þó tengdar áttir.
Eftir því sem hópurinn stækkar – með tilliti til fjölda, rýmis, vægis og lífs-
inntaks – losnar um innri einingu hans. Skýrar markalínurnar sem greindu
hann upphaflega frá öðrum víkja fyrir gagnvirkum tengslum og sambönd-
um. Um leið fær einstaklingurinn aukið frelsi til að leita út fyrir vébönd
afbrýðiseminnar sem héldu upphaflega aftur af honum. Hann öðlast sér-
stöðu og sérkenni sem verkaskipting innan stækkandi hópsins gefur færi á
og krefst. Ríkið og kristindómurinn, iðngildi, stjórnmálaflokkar og ótal
aðrir hópar hafa þróast samkvæmt þessari forskrift, þótt tiltekin skilyrði og
öfl hafi vitaskuld einnig haft áhrif á mótunina. Mér sýnist þetta sama ferli
blasa við í þróun hins einstaklingsbundna lífs í borginni. Lífið í smábænum
til forna og á miðöldum setti hreyfingu og tengslum einstaklingsins út á
við skorður, en það setti einnig sjálfstæði hans og aðgreiningu innri skorð-
ur er myndu kæfa nútímamanninn. Ef stórborgarbúanum er komið fyrir í
smábæ finnur hann enn á okkar tímum til þrengsla sem eru í það minnsta
sambærileg. Því smærri sem hópurinn er, sem myndar umhverfi okkar, og
því takmarkaðri sem tengslin eru við þá sem standa utan hópsins, af þeim
mun meiri angist vakir hann yfir framlagi, lífsháttum og viðhorfum ein-
staklingsins og þeim mun ákafar myndu eigindleg og megindleg sérkenni
hans sprengja ramma heildarinnar. Að þessu leyti virðist borgríkið til forna
hafa haft einkenni smábæjar. Stöðug ógnin við tilvist þess af völdum óvina
nær og fjær leiddi til þéttrar samstöðu í pólitísku og hernaðarlegu tilliti, til
eftirlits borgaranna hvers með öðrum, til afbrýðisemi heildarinnar í garð
einstaklingins, en sérstöðu lífs hans var haldið niðri með þeim hætti að
eina skjól hans fyrir ofríkinu var innan veggja heimilisins. Gríðarlega
gróskuna og hræringarnar, einstaklega fjölskrúðugt lífið í Aþenu má e.t.v.
geoRg siMMel