Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Side 232
231
sem menn sækjast eftir kemur ekki frá náttúrunnar hendi heldur er hann
mannanna verk. Hér má ekki aðeins greina þá uppsprettu sérhæfingar sem
áður er nefnd, heldur einnig aðra sem ristir dýpra: seljandinn er knúinn til
að kalla stöðugt fram nýjar og sérstæðar þarfir hjá kaupandanum með
varningi sínum. Nauðsynlegt er að gera eigin verk sérhæfðari og þarfir
almennings margbreytilegri, fágaðri og ríkulegri, svo finna megi gróðalind
sem ekki er þegar þurrausin og starf sem ekki er hægðarleikur að skipta út
fyrir annað, en þetta leiðir augljóslega til þess að almenningur samanstend-
ur í auknum mæli af ólíkum einstaklingum.
Þetta leiðir til andlegrar einstaklingsvæðingar sálrænna eiginleika í
þrengri skilningi, sem fylgir vaxandi stærð borgarinnar. Hér blasir við heil
orsakakeðja. Í fyrsta lagi eru það erfiðleikarnir við að leyfa eigin persónu-
leika að njóta sín í víðerni stórborgarlífsins. Þegar magnbundin aukning
merkingar og orku rekst á mörk sín grípa menn til aðgreiningar á ólíkum
eiginleikum sem varða eðli og gæði til þess að fá vitund samfélagsins á sitt
band með því að höfða til skynbragðs hennar á mismun. Að lokum getur
þetta af sér hinar sérviskulegustu kynjar, uppskrúfaðan íburðinn, dyntina
og tilgerðina sem einkenna stórborgina, en merking þeirra er ekki lengur
fólgin í inntaki þess sem gert er heldur aðeins í því að það er öðruvísi, sker
sig úr og verður þar með eftirtektarvert – fyrir marga er þetta eina leiðin
til að öðlast einhvers konar sjálfsmat og sjálfsvitund í gegnum sjálfsvitund
annarra, finna rými til að bjarga sjálfum sér. Á sama hátt virkar þáttur sem
lítið fer fyrir en vegur þungt þegar allt kemur saman: skammær og sjaldgæf
samskiptin – samanborið við lífið í smábænum – sem hver einstaklingur
getur haft við aðra. Í borginni freistast menn mun fremur til þess að virka
beinskeyttari, staðfastari, sterkari og heilsteyptari, en þar sem menn hitt-
ast oftar og lengur og hafa fyrir vikið ótvíræða mynd hver af persónuleika
annars.
Þetta virðist mér vera meginástæða þess að stórborgin kyndir undir
hvötinni til mjög svo einstaklingsbundinnar og persónulegrar tilveru
– burtséð frá því hvort hún gerir það alltaf með réttu eða með árangri.
Þróun nútímamenningar einkennist af yfirburðum þess sem kalla má hinn
hlutlæga anda andspænis hinum huglæga, þ.e.a.s. andinn þjappast saman
og líkamnast jafnt í tungumáli og löggjöf, í framleiðslutækni og listsköp-
un, í vísindum og hversdagslegum munum, en andleg þróun hugverunnar
nær ekki að fylgja daglegum vexti hans og bilið á milli fer stækkandi. Ef
við lítum t.a.m. yfir þá óheyrilegu menningu sem hefur líkamnast í hlut-
STÓRBORGiR OG ANdLEGT LÍF