Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Page 234
233
ast stórborgin algjörlega nýtt gildi í heimssögu andans. Á átjándu öldinni
mátti sjá einstaklinginn í fjötrum sem áttu uppruna sinn í stjórnmálum,
jarðrækt, iðngildum og trúarbrögðum, en þeir nauðbeygðu hann og voru
orðnir merkingarlausir. Fjötrarnir þvinguðu upp á manninn einskonar
ónáttúrulegri skipan og misrétti sem fyrir löngu var orðið óréttlátt. Við
þessar aðstæður braust fram ákall eftir frelsi og jafnrétti – trú á algjört
frelsi einstaklingsins til að hreyfa sig innan hvaða samfélagslegu og and-
legu aðstæðna sem er, á frelsi sem myndi undireins kalla fram það göfuga
og sammannlega eðli sem allir hefðu frá náttúrunnar hendi en þjóðfélagið
og sagan hefðu leitt á glapstigu. Samhliða þessari hugsjón frjálshyggjunnar
spratt upp önnur hugsjón á nítjándu öld, annars vegar með Goethe og
rómantíkinni og hins vegar með efnahagslegri verkaskiptingu: einstakling-
arnir sem hafa verið leystir úr fjötrum sögunnar vilja nú greina sig hver frá
öðrum. Gildi mannsins hvílir ekki lengur á „sammannlegu eðli“ einstak-
lingsins heldur á sérstöðu hans og auðkennum. ytri og innri saga okkar
tíma felst í átökum og margvíslegri samþættingu þessara tveggja leiða til
að finna einstaklingnum hlutverk innan samfélagsheildarinnar. Hlutverk
stórborganna er að leggja til vettvang fyrir rimmu og samþættingu þess-
ara tveggja leiða, sérstök skilyrði þeirra afhjúpa möguleika og hvata fyrir
þróun beggja. Þar með öðlast þær einstæðan sess í þróun sálarlífsins, sem
er þrunginn af merkingu. Þær afhjúpast sem eitt hinna stóru sköpunar-
verka sögunnar, þar sem andstæðir straumar er umlykja lífið koma saman
og breiða úr sér með jöfnum rétti. Hvort sem einstakar birtingarmyndir
stórborganna vekja með okkur samkennd eða andúð, brjótast þær út yfir
mörk þess sviðs þar sem afstaða dómarans var við hæfi. Öfl af þessu tagi
eru samofin bæði rót og krónu hins sögulega lífs í heild, sem við erum
hluti af í hverfulli tilvist okkar sem frumur, og þess vegna er hlutverk okkar
ekki að fordæma eða réttlæta, heldur aðeins að skilja.
Benedikt Hjartarson og Jón Bjarni Atlason þýddu
STÓRBORGiR OG ANdLEGT LÍF