Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Blaðsíða 237
236
og samningsbundið samþykki til að finna út hvað sé rétt og rangt varðandi
„kynlífsvinnu“.
Femínistar skiptast mjög í tvo hópa þegar vændisumræðan er annars
vegar og deilur milli þeirra sem mætti lauslega kenna við „kynlífsvinnu“
(e. sex work) og „afnámshyggju“ (e. abolitionist) eru oft eldfimar og hat-
rammar. Það getur verið ruglandi fyrir þá sem líkt og ég hafa skilning á
báðum „hliðum“ deilunnar og sem jafnframt finnst hún snúast um rangar
áherslur varðandi vændi. Mínar eigin rannsóknir á vændi síðustu átta ár
hafa falist í þjóðfræðilegri vinnu og viðtölum við vændisfólk, skipuleggj-
endur vændis (sem þriðja aðila) og viðskiptavini í velmegandi og fátækari
löndum.1 Í öllum þeim löndum þar sem ég hef unnið að rannsóknum,
hafa vændiskonur verið löglega og samfélagslega afmarkaðar sem aðskil-
in stétt. Sem slíkar þurfa þær að þola (í mismiklum mæli) að brotið sé á
borgaralegum réttindum og mannréttindum þeirra. ég hef fullan skiln-
ing á kröfum kynlífsvinnufemínista um að vændisfólk fái sömu löglegu og
pólitísku réttindi og vernd og aðrir þjóðfélagsþegnar. ég er einnig sam-
mála því að mikill meirihluti þeirra sem leiðast út í vændi án þess að vera
þvingaður til þess af þriðja aðila geri það af fjárhagslegum ástæðum og því
má segja að vændi sé einhvers konar starf. Á sama tíma hafa engin gögn úr
rannsókninni fengið mig til að vilja fagna tilvist markaðar fyrir kynlíf sem
verslunarvöru, frekar þvert á móti.2 Að þessu leyti hallast ég að afstöðu
afnámshyggjufemínista.
Í þessari grein er því haldið fram að það sem er rangt við flestar deilur
evrópsk-amerískra femínista um vændi sé að ekki er gert ráð fyrir því að á
sama tíma og talað er fyrir réttindum þeirra sem starfa við vændi, sé hægt
að vera gagnrýninn á þann samfélagslega og pólitíska ójöfnuð sem mark-
aðstengslin byggja á.
Vændi og eignarhald á persónu
Langvarandi spenna hefur verið við lýði innan pólitískrar frjálshyggju-
hugsunar varðandi samband líkama, eignar og vinnu. Fræg eru þessi orð
1 Julia O’Connell davidson, Prostitution, Power, and Freedom, Cambridge: Polity,
1998.
2 Sjá Julia O’Connell davidson, „The Sex Tourist, The Expatriate, His Ex-wife
and Her “Other”: The Politics of Loss, difference, and desire“, Sexualities 4.
árg., 1/2001, bls. 5–24; Julia O’Connell davidson og Jacqueline Sánchez Taylor,
„Fantasy islands: Exploring the demand for Sex Tourism“, Sun, Sex, and Gold:
Tourism and Sex Work in the Caribbean, ritstj. Kamala Kempadoo, Lanham: Rowman
& Littlefield, 1999.
JULiA O’CONNELL dAVidSON