Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Qupperneq 239
238
ónu getur ekki verið aðskilin frá persónunni, felur vinnulaunasamningur
raunverulega í sér yfirfærslu á stjórnunarvaldi yfir persónunni. Í skiptum
fyrir upphæð x af peningum öðlast vinnuveitandinn rétt til að stýra verka-
manninum til framkvæmda á tilteknum verkum, láta hann leysa tiltekin
vandamál eða veita viðskiptavinum tiltekna þjónustu.
Á sama hátt er það ekki kynlíf eða kynlífsvinna sem er til vöruskipta í
vændissamningi. Fremur lætur viðskiptavinur af hendi peninga og/eða
aðra efnislega umbun til að tryggja sér vald yfir persónu vændiskonu sem
hann (eða í sjaldgæfari tilvikum hún) gæti annars ekki nýtt sér. Hann borg-
ar til að geta stýrt vændiskonunni þannig að hún hafi öll líkamleg op tiltæk,
brosi, dansi, eða klæði sig upp fyrir hann, hýði, flengi, pissi á, nuddi, eða
frói honum, láti pissa á sig, fjötra sig, eða vera barin af honum, eða uppfylli
langanir hans að öðru leyti.7 Það er ekki svo að vændissamningurinn geri
viðskiptavininum kleift að kaupa persónu vændiskonunnar, heldur gerir
ráðningarsamningurinn ráðningaraðila einfaldlega kleift að kaupa vinnuafl
verkamannsins sem er að fullu framseljanlegt. Báðir samningar yfirfæra
stjórnunarvaldið frá seljanda til kaupanda (umfang þessa valds og skilmálar
yfirfærslunnar eru efni samningsins) og gera þá kröfu til seljanda að hann
gefi tímabundið eftir eða setji til hliðar sinn eigin vilja.
Almennt sjá frjálslyndir hugsuðir skerðingu á vilja einstaklingsins sem
svívirðilegt brot á grunnmannréttindum. Þeir líta forkapítalískar, „hefð-
bundnar“ samfélagsmyndanir illu auga þar sem þær fólu í sér að ráðandi
hópar beittu einstaklingsbundnu valdi til að neyða undirmenn sína til að
hlýða skipunum sínum. En þar sem markaðstengsl eru talin fela í sér beit-
ingu valds yfir vörum frekar en persónum og þar sem vinnuveitendur nota
venjulega ekki einstaklingsbundið vald í því skyni að neyða verkafólk til
að afhenda „eign“ sína, þá er hægt að setja fram vinnulaunasamninginn
sem gagnkvæm, sjálfviljug viðskipti. Þeim algilda miðli sem látinn er tákna
virði vöruskipta, peningum, er skipt út fyrir „vöruvætt“ vinnuafl. Í kapítal-
ískum lýðræðisríkjum sem aðhyllast frjálshyggju eru lögformleg réttindi
um jafna þátttöku í vöruskiptaferlinu túlkuð sem ákveðin tegund af frelsi
sem gildir jafnt fyrir fjármagnseigendur og fyrir verkamenn, jafnvel þó það
sé einmitt í gegnum þessi vöruskipti sem pólitískum og fjárhagslegum yfir-
ráðum fjármagnseigenda er viðhaldið og þau endurnýjuð. Snilldin í þessari
hugmynd um eign á eigin persónu felst þá í því að hún dulbýr tengsl valds
og undirgefni sem til staðar er milli þeirra sem borga öðrum fyrir að gera
7 Julia O’Connell davidson, Prostitution, Power, and Freedom.
JULiA O’CONNELL dAVidSON