Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Qupperneq 240
239
það sem þeir vilja og þeirra sem fá greitt fyrir að gefa eftir eigin vilja og
hlýða skipunum annarra.
Fyrir hvern þann sem tekur undir þessa gagnrýni er spurningin um
hvort hægt sé eða ekki að markaðsvæða kynlíf á sama hátt og vinnu, ekki
rétta spurningin sem spyrja skal varðandi réttindi. Eða með orðum Anatole
France: að veita ríkum og fátækum, körlum og konum, hvítum og svörtum,
„fyrsta heims“ og „þriðja heims“, jafnan rétt á að taka þátt í vændi undir
brúum Parísarborgar, telst varla að berjast fyrir mennsku, jafnrétti eða
frelsi. Samt sem áður vilja femínistar sem ræða réttindi vændiskvenna til
að framselja kynlífsvinnu sína óheft örugglega stuðla að meira jafnrétti og
frelsi. Raunar er afstaða þeirra tilkomin vegna vilja þeirra til að rísa gegn
brotum á mannréttindum og borgaralegum réttindum sem vændiskonur
hafa gegnum söguna þurft og þurfa enn að þola á heimsvísu.8
Kynlífsvinnufemínistar benda á að þessi brot eru tengd löglegum og
samfélagslegum viðmiðunum um vændiskonur sem eitthvað kynferðislega
afbrigðilegt fremur en að líta á þær sem verkamenn og til að sporna við
því leggja þeir áherslu á samhengi milli vændis og annarra tegunda af
launavinnu. Út frá þessum punkti gæti virst borðleggjandi að snúa sér að
gagnrýninni greiningu á stétt, kyni, kynþætti og hinum hnattrænu valda-
tengslum sem kynlífsiðnaður dagsins í dag byggir á. En þess í stað fara
kynlífsvinnufemínistar oftast aðra leið sem sjaldan er notuð af þeim sem
umhugað er um réttindi verkafólks í öðrum geirum. Eftir að hafa gert
grein fyrir því hvernig markaðurinn fyrir vöruvætt kynlíf er mótaður úr
ýmsum áttum, byggður á hnattrænu ójafnrétti og/eða kynjamisrétti, hafa
sumir greinendur farið að tala um sölu á kynlífsvinnu sem mögulegri teg-
und af viðnámi til að sporna við þessu misrétti.9 Þetta er ekki skref sem
8 Sjá t.d. Judith Walkowitz, Prostitution and Victorian Society: Women, Class and the
State, Cambridge: Cambridge University Press, 1980; Priscilla Alexander, „Fem-
inism, Sex Workers’ Rights and Human Rights“, Whores and other Feminists, ritstj.
Jill Nagel, London: Routledge, 1997, bls. 83–97; Amalia Cabezas, „Women’s Work
is Never done: Sex Tourism in Sosúa, the dominican Republic“, Sun, Sex and
Gold: Tourism and Sex work in the Caribbean, ritstj. Kamala Kempadoo, Lanham:
Rowman & Littlefield, 1999; Farin Uddin, Monira Sultana og Sultan Mahmud,
„Childhood in the Red Light Zone: Growing up in the daulatdia and Kandapara
Brothel Communities of Bangladesh“ Skýrsla á vegum Save the Children Australia,
2001.
9 Sjá t.d. Shannon Bell, Reading, Writing and Rewriting the Prostitute Body, Bloom-
ington: indiana University Press, 1994; Kamala Kempadoo og Jo doezema, ritstj.,
Global Sex Workers: Rights, Resistance and Redefinition, New york: Routledge, 1998 ;
Jill Nagel, ritstj., Whores and other feminists, London: Routledge, 1997.
RéTT OG RANGT UM VæNdi