Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Page 241
240
leiðir beint af þeirri staðhæfingu að vændi sé ákveðin tegund af vinnu.
Fáir myndu til dæmis halda því fram að verkamaður í þrælabúðum væri að
„bjóða fátæktinni birginn“ með því að sauma flíkur, að flugþjónninn væri
að „berjast“ gegn kynjamisrétti með því að framreiða drykki brosandi eða
að svarta barnið sem selur skóburstunarþjónustu í Karíbahafinu væri að
„veita rasisma viðnám“ með því að pússa skó hvítra ferðamanna. Í hverju
er vændi frábrugðið? ég held að svarið felist í umdeildu tengslunum milli
kynlífs og sjálfsveru.
Kynlíf og sjálfsvera endurskoðuð
„Hvað er rangt við vændi?“ spyr Carole Pateman og svarar spurningu
sinni á þann veg að til að viðskiptavinur geti keypt yfirráð á hlutgerðum
líkama konu, þurfi vændiskonan að selja sjálfa sig í allt annarri og mun
raunverulegri merkingu en þeirri sem krafist er í öðrum störfum.10 Það
skaði vændiskonuna. Að gera samning um kynferðislega notkun á líkama
geri þá kröfu á konuna að rjúfa heilleika líkamans og sjálfsins, sem aftur
hefur alvarlegar sálfræðilegar afleiðingar í för með sér.11 Í gagnrýni sinni
á slíkum greiningum, benda margir kynlífsvinnufemínistar á sameiginleg
einkenni vændis og annarra einkaþjónustustarfa og halda því fram að betra
sé að líta á vændi þannig að það feli í sér ákveðna tegund tilfinningalegrar
vinnu. Slík vinna sé ekki alltaf eða nauðsynlega skaðsöm fyrir verkamann-
inn. Wendy Chapkis12 bendir til dæmis á hina klassísku rannsókn Arlie
Hochschild frá 1983 á tilfinningalegri vinnu sem sýndi að þrátt fyrir að
flugfreyjur og flugþjónar teldu oft að framkvæmd tilfinningalegrar vinnu
hefði breytt þeim á einhvern hátt þá „lýstu [þau] oftast umbreytingunni
sem jákvæðri, að [þau] hefðu náð betri stjórn.“ Á svipuðum nótum held-
ur Chapkis því fram, að kynlífsverkamenn geti litið á þá auknu „færni til
að kalla fram og halda tilfinningum innan viðskiptanna...sem gagnlegt
verkfæri til að standa vörð um mörkin fremur en sem skaða á sjálfinu“.13
Ef kynlíf og tilfinningar eru „svipt ætluðum einstökum tengslum við nátt-
úruna og sjálfið, þá leiðir ekki lengur sjálfkrafa af því að framsal þessara
atriða eða vöruvæðing sé einfaldlega og nauðsynlega eyðileggjandi“.14
10 Carole Pateman, The Sexual Contract, bls. 207.
11 Sjá t.d. Sheila Jeffreys, The Idea of Prostitution; Kathleen Barry, The Prostitution of
Sexuality.
12 Wendy Chapkis, Live Sex Acts: Women Performing Erotic Labour.
13 Sama heimild, bls. 75.
14 Sama heimild, bls. 76.
JULiA O’CONNELL dAVidSON