Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Side 242
241
Chapkis heldur svo áfram og bendir á að í sumum samfélögum sé til-
finningavinna „samfélagslega viðurkennd og persónulega fullnægjandi,“
en samt nær sú „virðing sem tilfinningalegri vinnu er sýnd í leikhúsi, á
stofu sálfræðings eða í leikskóla sjaldan til vændishúsa“.15
Með rökfærslu Hochschild um stjórnleysi varðandi skilmála og aðstæð-
ur ráðningar, sem síðan magnar þann mannlega skaða sem tilfinninga-
vinna hefur í för með sér, kemst Chapkis að þeirri niðurstöðu að það sé
ekki vöruvæðing tilfinninga í sjálfu sér sem er varhugaverð í kynlífsvinnu,
heldur séu það „veraldlegri hlutir eins og stöðumunur milli verkamanns
og viðskiptavinar, tengslin milli starfsmanna og vinnuveitanda og neikvæð
menningarleg viðhorf gagnvart vinnunni sem í hlut á, sem gætu verið
rótin að þeirri örvæntingu og þeim skaða sem sumir verkamenn upplifa.
Þetta er ekki eins stórbrotið eða ljóðrænt og myndin af sál í óumflýjanlegri
lífshættu sem tilkomin er vegna vöruvæðingar á hennar viðkvæmustu hlið-
um. Slík framsetning hefur samt sem áður þann kost að beina gagnrýn-
endum í áttina að hagnýtum inngripum, svo sem skipulagi vinnustaðar og
umfangsmiklum herferðum til að styrkja stöðu og auka virðingu gagnvart
þeim sem inna þessa vinnu af hendi“.16
Það slær mig að þessi staðhæfing kemur sér líka vel fyrir þá sem vilja
borga fyrir kynlífsupplifun en telja sig samt vera femínista (það gefur þeim
fyrirmynd að því hvernig hægt sé að vera „góður“ og „ábyrgur“ viðskipta-
vinur í vændi, samsvarandi hinum „græna neytanda“). Einnig að þetta er
sannarlega þýðingarmikið fyrir Chapkis sem lætur lokakaflann í bók sinni
hefjast á þessum orðum: „Eftir margra ára rannsóknir á viðfangsefninu
um kynlíf fyrir peninga, hef ég að lokum ákveðið að prófa það sjálf“.17
Samsömun Chapkis við þá ósk að neyta vöruvædds kynlífs hjálpar til við að
skýra af hverju hún, ólíkt Hochschild, beinir ekki athygli sinni að „hinum
15 Sama heimild, bls. 79.
16 Sama heimild, bls. 82.
17 Sama heimild, bls. 215. Kaflinn gefur lýsingu á því hvernig Chapkis og tuttugu
aðrar konur borguðu „heilagri vændiskonu“ ásamt „félaga“ hennar til að skapa vett-
vang þar sem þau gætu stundað hópkynlíf með hvert öðru. Enginn hafði nokkurt
kynferðislegt samband við konurnar sem skipulögðu og greiddu fyrir atburðinn.
Það má teljast ólíklegt að margir viðskiptavinir vændiskvenna myndu greiða fyrir
slíkt og Chapkis tiltekur ekki á skýran hátt hvert viðhorf hennar er varðandi rétt og
rangt í hefðbundnari tilvikum af notkun vændiskvenna. Hvað sem því líður virðist
réttmætt að draga þá ályktun að hún sjái ekkert athugavert varðandi eftirspurn á
vöruvæddu kynlífi út af fyrir sig.
RéTT OG RANGT UM VæNdi