Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Blaðsíða 243
242
mannlega skaða sem hlýst af því að verða að „vinnutæki““18 eða veltir
fyrir sér eðli hins kapitalíska vinnuferlis sem m.a. felur í sér afsal og hag-
nýtingu og í rauninni mótar ekki gagnrýni á viðskiptastefnuna í tengslum
við vændi. Ekki virðist greining Chapkis á vændi heldur vísa til frekari
umræðna um stéttabaráttu eða verkalýðshreyfingar, þrátt fyrir að minnst
sé á ráðningartengsl og skipulag vinnustaðar í tilvitnuninni hér ofar.
Á meðan rit Chapkis birtir nákvæmt og vel unnið dæmi um fulla borg-
aralega og pólitíska viðurkenningu á vændiskonum, þá er ekki spurt um
hina viðteknu frjálslyndu orðræðu um eign á persónu, markaðstengsl og
mannréttindi. Á sama tíma virðist áherslan á að efla „stöðu og virðingu“
gagnvart kynlífsverkamönnum, ásamt því að hafa sérkafla sem „deilir“ til
lesenda í smáatriðum hennar eigin „viðskiptalegu kynlífsupplifun“, benda
til þess að Chapkis trúi því að kynlífs- og tilfinningavinna sem fólgin er í
vændi, eins og sú tilfinningavinna sem fólgin er í sálfræðimeðferð, leiklist
og leikskólagæslu, hafi í sér eitthvert samfélagslegt gildi. Þannig er gefið í
skyn að kynlífsvinna ætti að vera virt og samfélagslega heiðruð vegna þess
að hún tjái (eða geti í það minnsta við réttar aðstæður tjáð) ákveðið form
af umhyggju eða sköpun.
Unnið er með þetta viðhorf af mun meiri nákvæmni í verkum „róttækra
kynlífsfemínista“. Róttæka kynlífskenningin kveður á um að lögformlega
og félagslega tvíhyggjan sem felst í eðlilegu/afbrigðilegu, heilbrigðu/óheil-
brigðu, ánægjulegu/hættulegu kynlífi, svo og varðandi kynin sjálf, sé mjög
þrúgandi. Af þeim sökum fagna kynlífsróttæklingar samþykktum kynlífs-
starfsháttum sem segja má að fari út fyrir þessa tvíhyggju.19 Frá þessu
sjónarhorni virðast bæði kaup og sala á vöruvæddu kynlífi vera lögmætar
aðgerðir til að opna fyrir „erótíska fjölbreytni.“ Pat Califia heldur því til
dæmis fram að vændi þjóni mikilvægu samfélagslegu hlutverki og myndi
jafnvel ekki hverfa í samfélagi sem hefði náð fullu kynja-, kynþátta- og
stéttajafnrétti: „Það mun alltaf vera til fólk sem ekki hefur það aðdráttar-
afl eða félagslega færni sem þarf til að finna sér maka. Í samfélagi þar
sem gagnvæmt aðdráttarafl og gagnkvæm kynferðisleg samskipti eru hinn
18 Arlie Hochschild, The Managed Heart. Commercialization of Human Feeling, Berke-
ley: University of California Press, 1983, bls. 3.
19 Carol Vance, Pleasure and Danger: Exploring female sexuality, Boston: Routledge &
Kegan Paul, 1984; Gayle Rubin, „Thinking Sex: Notes for a Radical Theory of
the Politics of Sexuality“, Culture, Society and Sexuality: A Reader, ritstj. Richard
Parker og Peter Aggleton, London: UCL, 1999; Pat Califia, Public sex: The Culture
of Radical sex, Pittsburgh: Cleis Press, 1994.
JULiA O’CONNELL dAVidSON