Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Síða 245
244
þrífa klósettið eftir að hafa notað það – svo kemur byltingin – þetta fólk
mun halda áfram að hagnast, eins og það gerir nú, á þjónustu þjálfaðra og
faglegra dyravarða, herbergisþerna og húshjálpar.) Sú staðreynd að þess-
ir hugsuðir bera saman kynlífsvinnu við lækningar eða sálfræðimeðferð
og sjá það sem einhvers konar yfirskilvitlega mannlega þörf fyrir vændi,
bendir reyndar til að þeir séu jafn tregir og róttæku femínistarnir til að
svipta kynlífið sínum „einstöku tengslum við sjálfið“, þó af afar ólíkum
ástæðum. Róttækir femínistar trúa því að vændi sé í grundvallaratriðum
rangt vegna þess að það vöruvæði eitthvað sem getur ekki verið aðskilið
frá sjálfinu, á meðan kynlífsvinnufemínistar eins og þeir sem hér er fjallað
um líta á vændi í grundavallaratriðum rétt því það veiti viðskiptavinum
aðgang að einhverju sem þeir óska til að uppfylla mennskar þarfir sínar og
fá þannig að vera þeir sjálfir. Síðari skoðunin er vissulega til staðar meðal
viðskiptavina sem ég tók í viðtal, og undantekningarlaust útskýrðu þeir not
sín af vændiskonum með vísun í hugmyndina um „þörf“ fyrir kynlíf.24 En
hvað er átt við þegar talað er um erótískar „þarfir“?
Frá erótískum „þörfum“ til alræðishugar
Þegar fólk verður af kynferðislegri fullnægingu, þjáist það ekki á sama hátt
og þegar öðrum líkamlegum grunnþörfum er ekki sinnt eða þegar lækn-
isaðstoð er neitað.25 Það er engin líffræðileg nauðsyn fyrir fullnægingu í
ákveðið mörg skipti á dag, viku eða ári og þótt fólki kunni að finnast það
leiðinlegt og jafnvel óþægilegt að fá ekki kynferðislega losun (ef við gerum
ráð fyrir að það geti ekki eða finnist það óviðkunnanlegt að fróa sér), þá
ógnar það ekki líkamlegri lífsafkomu að hafa engan kynlífsfélaga til að láta
fullnægja sér. Mannleg kynferðisleg þrá grundvallast af tilfinningalegum
og vitsmunalegum, jafnt og lífeðlisfræðilegum ferlum. Ef löngunin til að
fá fullnægingu væri einföld líffræðileg virkni, eins og skyndileg þörf til að
tæma þarmana, þá myndi það varla skipta máli hvort manneskjan sem höfð
væru kynmök við væri ung eða gömul, karl eða kona. Á sama hátt, ef skort-
ur á kynferðislegum samskiptum væri ógn við heilsuna, þannig að þörf
24 Julia O’Connell davidson, Prostitution, Power, and Freedom.
25 Það er vissulega rétt að fólk geti orðið fyrir djúpstæðum skaða þegar það er
félagslega, stjórnmálalega og lagalega útilokað eða jaðarsett á grundvelli meintrar
„hinsegin“ kynverundar, en hin sálfræðilega og tilfinningalega örvænting sem það
kann að upplifa tengist frekar einhverju mun flóknara en vangetu til að svala beint
ákveðnum kynlífsathöfnum á ákveðnum tímapunkti.
JULiA O’CONNELL dAVidSON