Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Page 246
245
væri á „aðhlynningu“ kynlífsverkamanns með svipuðu móti og þegar þörf
er á lækni eða hjúkrunarfræðingi þegar fólk þjáist af öðrum lasleika, þá
myndi líkamlegt útlit, aldur, kyn og kynþáttur vændiskonunnar ekki vera
mikilvægt. En kynlíf er ekki eingöngu líkamleg virkni eða líkamleg þörf.
Okkar erótíska líf byggist á þeim hugmyndum sem við notum til að flokka
og túlka og gefa mannlegri reynslu og mannlegum samskiptum merkingu
og því geta sértækar kynferðislegar langanir ekki verið bein tjáning á djúp-
stæðri, tímalausri eða almennri mannlegri þörf fyrir kynlíf. Að halda því
fram að þær séu það er stórkostlega vafasamt.
Hvað leiðir af þeirri fullyrðingu að hver einstaklingur hafi rétt til að
uppfylla sínar sérstöku erótísku „kröfur“? Califia ætlast til að við viður-
kennum að löngun „til að vera spörkuð með hvítglansandi leðurskóm með
þrettán spennum og 45 sentimetra háum hælum“26 sé erótísk þörf. En hvað
ef einhverjum fyndist að hún/hann gæti ekki orðið kynferðislega fullnægð/
ur nema það væri Anna prinsessa eða Queen Latifa sem bæru hvítglansandi
leðurskóna? Myndi það líka flokkast sem „þörf“? Og hvað með, til dæmis,
sértæka, einskorðaða þrá hvíts rasista til að hafa endaþarmsmök við svartar
konur, eða „þörf“ fullorðins karlmanns til að láta ellefu ára gömul börn
veita sér munnmök? Þar sem kynlíf sem ekki telst til sjálfsfróunar felur
samkvæmt skilgreiningu í sér aðra/r manneskju/r, þá hlýtur það að veita
einhverjum rétt til að stjórna því hvort, hvenær, með hverjum og hvernig
kynlíf skuli stundað mjög oft að verða til þess að neita öðrum um sömu
réttindi.
Gayle Rubin hefur haldið eftirfarandi fram: „Í vestrænni menningu
er kynlíf tekið of alvarlega. Manneskja er ekki talin ósiðleg, sett í fang-
elsi eða henni útskúfað úr fjölskyldu sinni fyrir að njóta kryddaðrar mat-
argerðar. En einstaklingur getur átt von á þessu öllu og meira til fyrir að
njóta skóleðurs. Hvaða samfélagslega merkingu mætti að lokum draga af
því að einhver hafi ánægju af því að fróa sér yfir skó? ... Ef kynlíf er tekið
of alvarlega, þá er kynferðisleg áreitni ekki tekin nógu alvarlega. Til stað-
ar er kerfisbundin misnotkun á einstaklingum og samfélögum á grunni
erótísks smekks eða hátternis“.27 En mér virðist kynlífsróttæklingar líka
taka ákveðnar hliðar kynlífs of alvarlega. Vissulega er það afkáralegt að
blæti einhvers fyrir skóm geti orsakað andstyggð og útskúfun úr samfélagi.
En það er álíka afkáralegt að upphefja sem mannréttindi getu einstaklings
26 Pat Califia, Public Sex: The Culture of Radical Sex, bls. 245.
27 „Thinking Sex: Notes for a Radical Theory of the Politics of Sexuality“, bls.
171.
RéTT OG RANGT UM VæNdi