Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Qupperneq 248
247
til að verða, ef notuð eru orð Simone de Beauvoir,30 „alræðishugur“ ef hún
eða hann svo kýs.
Samkvæmt femínistum sem aðhyllast afnámshyggju samsvarar þessi
aðgreining milli hugar og hlutar í vændi óhjákvæmilega skipulagi feðra-
veldis þar sem karlar öðlast sjálfsyfirráð gegnum stjórnarfarslega undir-
skipun kvenna. Það hins vegar eðlisgerir kynin og gefur einnig ofur-
bjartsýnislega sýn á konur sem geta fullkomlega sóst eftir „karllægum“
sjálfsyfirráðum gegnum hlutgervingu á Öðrum með kynþætti eða stétt,
eins og Jacqueline Sánchez Taylor31 sýnir fram á með rannsóknum sínum
á kynlífsferðamennsku kvenna og eins í rannsóknum Bridget Anderson32
á vinnuveitendum farandverkamanna. Afnámshyggjufemínistar gera sér
ennfremur í hugarlund að með því að krefjast af konu að hún geri sjálfa
sig að hlut tímabundið, afmái vændið hana varanlega, algjörlega og bók-
staflega sem hugsandi veru. Það breiðir yfir þá mikilvægu (og stundum
gríðarlega sársaukafullu) staðreynd að fólk hvorki þarf né hlýtur að sjá
sjálft sig bókstaflega sem hluti, jafnvel þegar það er meðhöndlað sem slíkt.
Það hunsar líka hina feikilegu pólitísku hættu sem felst í því að neita hópi
af fólki um stöðu sína sem hugsandi veru, jafnvel þótt tilgangurinn sé að
hjálpa eða „bjarga“ þeim sama hópi. En afstaða róttæku kynlífshyggjunnar
til vændis, sem tekur alræðissjálfsveru opnum örmum sem unaðslegum og
fullkomnum aðstæðum, er vissulega á allan hátt jafn hættuleg stjórnarfars-
lega.
Pólitík réttinda og virðingar
Með því að benda á að fyrri femínistahreyfingar hafi kallað eftir því að
sú vinna sem fólgin er í umönnun barna, aldraðra, sjúkra og fatlaðra væri
metin sem starf, heldur Mary Mcintosh því fram að hugtakið „kynlífs-
verkamaður“ merki bæði að vændiskonur „séu konur sem fá greitt fyrir
það sem þær gera“ og að „á sama hátt og með aðrar konur, ætti það sem
þær gera að vera virt sem fagmannleg og átakamikil starfsemi en ekki ein-
faldlega álitið sem náttúruleg færni hverrar konu“.33 En kröfur femínista
30 Simone de Beauvoir, The Second Sex, London: Penguin, 1953.
31 Jacqueline Sánchez Taylor, „dollars are a Girl’s Best Friend? Female Tourists’
Sexual Behaviour in the Caribbean“, Sociology 35. árg., 3/2001, bls. 749–64.
32 Bridget Anderson, Doing the Dirty Work? The Global Politics of Domestic Labour.
33 Mary Mcintosh, „The Feminist debate on Prostitution“, fyrirlestur á árlegri ráð-
stefnu BSA, Sexualities in Context, Preston, Bretlandi, 28.–31. mars 1994, bls. 13.
RéTT OG RANGT UM VæNdi