Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Page 249
248
um að vinna sem fólgin er í samfélagslegri endurnýjun verði viðurkennd
og launuð, hafa almennt verið framsettar á þeim grunni að sú vinna hafi
innra samfélagslegt gildi, ekki aðeins vegna þess að hún sé fagmannleg
eða átakamikil. Reyndar er það að hluta til þess vegna sem heimilis- og
umönnunarstörf hafa áfram verið erfið málefni hjá femínistum, því eins
og verk Anderson sýna uppfyllir vinna við samfélagslega endurnýjun ekki
aðeins líkamlegar þarfir heldur „helst í hendur við endurnýjun á lífsstíl og
sérstaklega á stöðu“.34 Þannig þjóna til dæmis þau verk sem unnin eru af
launuðu heimilisfólki oft þeim tilgangi að sýna eða upphefja stöðu vinnu-
veitandans frekar en að þau hafi innbyggt félagslegt gildi. Það eru jafnvel
til vinnuveitendur sem fyrirskipa sínu heimilisfólki að þvo endaþarm fjöl-
skyldugæludýrsins eftir að það hefur haft hægðir,35 sem krefst kunnáttu og
reynir á, en er varla nauðsynlegt hvort sem er fyrir einstaklinginn eða fyrir
sameiginlega afkomu okkar.
Með þá umfangsmiklu skömm í huga sem fylgir konum í vændi og
afleiðingar hennar fyrir líf kvennanna, er auðvelt að skilja tilraunir kynlífs-
réttindaaðgerðarsinna til að draga upp mynd af vændi sem virðingarverðu
starfi í sjálfu sér sem þjónar samfélagslegum gildum. En ef ekki er lögð
áhersla á að mennskar verur hafi kynferðislegar „þarfir“, frekar en félags-
lega mótaðar langanir, þá er erfitt að halda fram þeirri mynd. Það er frekar
auðvelt að sýna fram á að við ættum að bera virðingu fyrir því verki að
skipta um bleiu á barni, en erfitt að sjá hvernig hægt er að rökstyðja það að
tengja samfélagslega virðingu við það verk að hreinsa endaþarm fullkom-
lega heilbrigðs hunds eða við þau verk sem framkvæmd eru af vændisfólki
til að þjóna kynferðislegum duttlungum viðskiptavina þeirra.
Að gera tilraun til þess að létta skömminni af vændi með því að leggja
áherslu á samfélagslegt gildi þess hefur líka áhættu í för með sér sem
stjórnarfarsleg stefnumótun. Það er einfaldlega hætta á að ný stigskipt
kerfi myndist með glænýjum aðgreiningum. Ef bera á virðingu fyrir vænd-
iskonum vegna þess að þær vinna samfélagslega virðingarvert starf, myndu
til dæmis þær sem sérhæfa sig í störfum með mjög fötluðum viðskiptavin-
um kannski vera taldar á einhvern hátt virðingaverðari en þær sem veita
ófötluðum mönnum munnmök á karlakvöldi? Þessi aðgreining er þegar til
staðar í Hollandi þar sem „kynferðislegir staðgenglar“ sem vinna með fötl-
uðu fólki eru löglega og félagslega afgreiddir sem frábrugðnir vændisfólki
34 Bridget Anderson, Doing the Dirty Work? The Global Politics of Domestic Labour, bls.
14.
35 Sama heimild, bls. 26.
JULiA O’CONNELL dAVidSON