Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Síða 250
249
sem vinnur með ófatlaða viðskiptavini. Og leiðir þessi röksemdafærsla
ekki til þess að vændiskona sem uppfyllir erótískar þarfir viðskiptavinar sé
álitin eiga meiri virðingu skilið en heimilishjálp sem hlýðir möglunarlaust
kröfum vinnuveitanda síns?
Í ójöfnum heimi eru tækifærin til þess að helga líf sitt samfélagslega virt-
um markmiðum háð stétt, kyni og kynþætti. Sú staðreynd að einstaklingur
tekst á við tegund af vinnu sem er ekki talin samfélagslega verðmæt, segir
því ekkert um hans heilindi eða heiður og öfugt. Að verða hjartaskurð-
læknir er ekki sönnun fyrir andlegu göfuglyndi hvíts miðstéttarmanns og
að verða háskólaprófessor sýnir ekki fram á persónuleg heilindi hvítrar
miðstéttarkonu. Mannréttindi, borgaraleg réttindi og starfsréttindi pers-
ónu og réttur hennar til virðingar og félagslegs gildis sem mannveru, getur
ekki verið breytilegt eftir því hvort hún hefur eða hefur ekki vinnu sem
telst hafa samfélagslegt gildi. Háskólakennarinn, hjartaskurðlæknirinn,
vændiskonan og heimilishjálpin eiga öll jafna heimtingu á réttindum og
vernd sem efnahagslegir gerendur. Þau sem vinna við vændi hafa rétt-
indi og eiga virðingu skilið, ekki vegna þess eða þrátt fyrir þá staðreynd
að þau eru vændisfólk, heldur vegna þess að þau eru manneskjur. Á sama
hátt byggir krafa okkar um lögformlega viðurkenningu, réttindi, reisn og
virðingu á þeirri staðreynd að við erum mennskar verur, en ekki á því að
við erum fötluð eða ófötluð, svört eða hvít, gagnkynhneigð eða samkyn-
hneigð, með blæti fyrir skóm eða blæti fyrir „hefðbundnu kynlífi“.
Fyrir aftan og handan markaðinn
Það er freistandi að álykta að vandamálið við samtímadeilur evrópsk-
amerískra femínista um vændi sé einfaldlega að það vanti vísun í „grunn-
hugmyndir um stétt og félagsleg tengsl við framleiðslu“, eins og delia
Aguilar leggur til.36 Vissulega kann spurningin um vændi sem margir evr-
ópsk-amerískir femínistar eru uppteknir af að virðast óviðeigandi í heimi
þar sem geysistór hluti fólks býr við fátækt og þar sem gjáin milli ríkra og
fátækra breikkar stöðugt. Sú staðreynd er til dæmis umhugsunarverð að á
indlandi, þar sem meðallandsframleiðsla á mann er 383 Bandaríkjadalir,
er áætlað að um 2,3 milljónir kvenna séu í vændi, þar af um fjórðungur
undir lögaldri; eða að í Burma, þar sem meðallandsframleiðslan á mann
36 delia Aguilar, „Questionable Claims: Colonialism Redux, Feminist Style“, Race &
Class 41. árg., 3/2000, bls. 1–12, hér bls. 2.
RéTT OG RANGT UM VæNdi