Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Side 251
250
er aðeins 69 Bandaríkjadalir, er áætlað að um 20-30.000 konur og stúlk-
ur séu fluttar út til að vinna í vændi í Tælandi, á meðan nokkur þúsund
aðrar fara yfir landamærin til Kína til að selja sig.37 Þótt einhver af þessum
konum og börnum hafi verið neydd í vændi af þriðja aðila er það nöt-
urleg fjárhagsleg nauðung sem fær marga til að fara út í kynlífsvinnu, eins
og í Bandaríkjunum (þar sem meðallandsframleiðslan á mann er 1.558
Bandaríkjadalir) þar sem margar konur og stúlkur „velja“ að selja sig frekar
en að bætast við 35 prósentin sem mynda hóp vinnufærra kvenna sem fær
laun undir fátæktarmörkum.38 Að draga upp þá mynd af þessum einstak-
lingum að þeir séu að nýta rétt sinn til sjálfsyfirráða virkar jafn falskt og
að fullyrða að vændi þeirra sé dæmi um brot á réttindum þeirra til reisnar.
Það fylgir engin reisn fátæktinni heldur kemur hún í veg fyrir að ein-
staklingur geti nýtt að fullu umboðsvald sitt. En rétturinn til að selja vinnu
sína (kynferðislega eða ekki) tryggir heldur ekki endurreisn virðingar eða
siðferðilega gerendahæfni.
En getur einföld skírskotun til grunnhugmynda um stétt og félagsleg
tengsl við framleiðslu komið deilum femínista um vændi eitthvað áfram?
Marxískir greinendur hafa sjaldan velt upp spurningum um þau ógrynni
sögulegra og samtímalegra tegunda sem finna má af kynferðislegri og
kynjatengdri undirokun. Þvert á móti hafa stéttarhugtakskenningasmiðir
oft látið undir höfuð leggjast að gagnrýna frjálslyndan tilbúning um hið
„opinbera“ og hið „persónulega“ sem tvö greinilega og augljóslega aðskil-
in svið mennskrar tilveru. Þeir hafa í staðinn næstum eingöngu einbeitt
sér að óréttlætinu sem snertir (gagnkynhneigða, hvíta, karlkyns, þjálfaða)
verkamenn í ætluðu „opinberu“ framleiðsluvinnurými. Þótt þeir hafi á
áhrifaríkan hátt gagnrýnt frjálshyggjuorðræðu um fátækt, vinnu og samn-
ingsbundið samþykki og talið það tilbúning til að hylja stéttarvald, hafa
marxístar venjulega gefið því lítinn gaum hvernig frjálshyggjuorðræðan
hylur og eðlisfærir valdatengsl byggð á kyni, kynferði og kynþætti.
Hugtökin sem tengjast stétt og samfélagslegum tengslum framleiðslu,
eins og þau er að finna í hugtakaverkfærakassa hefðbundinna stéttarkenn-
ingasmiða, gætu því reynst óþjál verkfæri til að kanna sérkenni vændis sem
ákveðinnar tegundar misnotkunar. Að gera sér hugmynd um vændi án
vísunar til spurninga um tengslin milli kynlífs, kynja, sjálfsveru og samfé-
37 Lin Leam Lim, The Sex Sector: The Economic and Social Bases of Prostitution in
Southeast Asia, Genf: iLO, 1998; AMC, Asian Migrant Yearbook, Hong Kong: Asian
Migrant Center, 2000.
38 Manuel Castells, End of Millennium, Oxford: Blackwell, 1998.
JULiA O’CONNELL dAVidSON