Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Side 252
251
lags væri jafn ófullnægjandi og að gera sér hugmynd um vændi án vísunar
til stéttar. Við þurfum að fara til baka til þeirrar staðreyndar að kynlíf
hefur sérstöðu í hugum bæði afnámshyggjusinna og kynlífsvinnufemínista
í útskýringum þeirra á hvað sé rétt og rangt varðandi vændi. Að þessu leyti
hafa báðar „hliðar“ vændisdeilunnar viðurkennt og tekið alvarlega ýmsar
hliðar mannlegrar tilveru sem tegund kúgunar, sem að jafnaði hefur verið
litið framhjá eða gert lítið úr í marxískum kenningum. Hvað gerist ef
við tökum þessi mál alvarlega en erum samtímis áfram gagrýnin á frjáls-
hyggjuorðræðuna?
Thomas Laqueur hefur veitt því athygli að í margar aldir hefur
sjálfsfróun og vændi af næstum jafnmiklum krafti verið fordæmt í gyðing-
kristindómi.39 Hvort tveggja hefur verið afgreitt í grundvallaratriðum sem
ófélagslegar, niðurrífandi kynferðislegar athafnir, andstæðan við „félags-
lega uppbyggjandi athöfn sem felst í samförum gagnkynhneigðra“.40 Af
þessu leiðir að báðar athafnir koma fyrir sem ógnun við gagnkynhneigðu
fjölskyldueininguna: „Á meðan sjálfsfróun vó að kynferðislegri þrá og
ánægju innan frá, og fjarlægðist þannig fjölskylduna, þá vó vændið að því
utan frá ... Vandamálið með sjálfsfróun og vændi er í eðli sínu magnbund-
ið: gera það einn eða gera það með fullt af öðru fólki frekar en að gera það
í pörum“.41
Sú staðreynd að í evrópsk-amerískum samfélögum hefur fólk sem ekki
kýs að taka þátt í frjóu gagnkynhneigðu parakynlífi verið sögulega og er
enn oft séð með slíkri andúð, hræðslu og viðbjóði, segir okkur eitthvað um
hversu lítið okkur hefur í raun og veru tekist að gera okkur sjálf að „óhlut-
bundnum einstaklingum“ eða „einvöldum sjálfum“ í anda frjálshyggjunn-
ar. Marx kann að hafa haft rétt fyrir sér (að minnsta kosti að svo miklu leyti
sem það varðar hvíta miðstéttarkarllæga reynslu) þegar hann sagði að kap-
ítalismi „sé raungert lögmál einstaklingshyggju; einstaklingsbundin tilvera
er hið endanlega markmið; virkni, vinna, inntak, o.s.frv. eru aðeins leiðir
að markmiðinu“,42 en hugmyndin um einsama einstaklinginn, sem sjálf,
er fyrst og fremst möguleg í tengslum við efnahagslegt líf. Sem kynverur
39 Thomas Laqueur, „The Social Evil, the Solitary Vice, and Pouring Tea“.
40 Sama heimild, bls. 157.
41 Sama heimild, bls. 159–160; sjá einnig Laura Agustin „Those Who Leave Home
for Sex—and Those Who are Opposed to it“, fyrirlestur á international institute
for the Sociology of Law “Sexuality and the State” Workshop, Onati, Spáni, 14.
til 16. júní 2000.
42 derek Sayer, Capitalism and Modernity: An Excursus on Marx and Weber, London:
Routledge, 1991, bls. 58.
RéTT OG RANGT UM VæNdi