Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Side 5
4
BJöRN ÞÓR VILHJÁLMSSoN
John Cabal, gegnir í hinni klassísku vísindaskáldskaparmynd Things to Come
(1936), en eftir að hafa horfið af sjónarsviðinu um drykklanga stund birtist
hann á nýjan leik undir lokin þar sem hann stígur með dramatískum hætti
út úr flugvél – þá önnur af tveimur heimssögulegum fígúrum til að nýta sér
háleitar skírskotanir flugvélarinnar í kvikmynd um þetta leyti, hin var Adolf
Hitler í Triumph des Willens (Sigur viljans, 1935) – og tilkynnir þreyttum pöp-
ulnum, lúnum eftir þriggja áratuga stríð, að undursamleg veröld morgundags-
ins, tæknivædd og skínandi, sé í raun þegar til staðar, það eina sem þau þurfi
að gera sé að fylgja honum. Slíkt hið sama má segja að Steve Jobs hafi gert
haust hvert – og umbreytt í hálfgert listform – á vörukynningaráðstefnu Apple
þar sem hulunni var svipt af nýjasta sköpunarverkinu, og í hvert skipti sem ný
útgáfa af spilastokk eða síma var kynnt til sögunnar tók heimurinn andköf.
Við þessa kvikmyndavísun mætti bæta annarri, Christof í The Truman Show
(1999), en líkt og sjónvarpsmógúllinn miðlaði lífi Trumans um víða veröld
innleiddi Steve Jobs ekki aðeins stóran hluta af græjunum sem gera stöðugt
eftirlit mögulegt heldur taldi hann okkur jafnframt trú um að þær væru heims-
ins heitustu stöðutákn.4
Apple fann ekki upp skjámenningu – skjámenning hafði verið meðal vor
alla tuttugustu öldina – en mótaði jarðveginn og gerði uppgang hennar mögu-
legan, ekki síst með því að gera tækin sem til þurfti svöl, eiguleg, nauðsynleg.
Ætli flestir skoði ekki stöðuuppfærslur á Facebook í tæki með eplavörumerk-
inu? Þegar nýju plötunni með Pláhnetunni er rúllað í gegn, er það ekki iPod
sem er notaður? og líkt og allar fjölskyldur vita þá má varðveita heildarsafn
Pláhnetunnar í samstilltum iPoddi, iPaddi og iBók, þökk sé Apple, og ekki má
gleyma varaeintökunum sem geymd eru til öryggis í iSkýinu og AppleTV-inu.
Steve Jobs bjó til tæknilegu skjágáttina sem fylgir okkur í gegnum daginn og
lífið og sér til þess að við missum ekki af neinu.
Menningin litast líka af þessum risa. Er algengasta „inntak“ Facebook, dul-
búna montstöðuuppfærslan, ekki samkynja þeirri ofuráherslu á ímyndamótun
og vörumerkjaviðhald sem einkennir Apple? Má ekki lesa öll kettlingamynd-
böndin á YouTube sem hliðstæðu við áherslu Apple á a) sjónræna nautn (tækin
eru svo sæt að mann langar að klappa þeim, ha? vörublæti hvað?) og b) að
ekkert sé ógnandi við Apple-tölvur, að hinn venjulegi neytandi sem týnist um
leið í kerfisvillum, öngstrætum, flækjufótum og fjandsamlegri skapgerð Dos/
Windows stýrikerfanna hafi ekkert að óttast þegar að skínandi hvítum flötum
og snúrum Apple-tölvunnar kemur.
öllum getur skrikað fótur, jafnvel Apple. og já, þótt erfitt sé að trúa því,
4 Líkt og nafn Christofs gefur til kynna, og upphafsstafirnir í nafni John Cabal, þá
er hér um kristsgervinga að ræða.