Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 14
13
Í leikjunum tveimur getur að líta skýr dæmi um leiki þar sem frásagn-
arhugtakið grundvallar skipulag söguheimsins, form leiksins og leikreynsl-
una. Í öðrum leiknum stýrir leikmaður heimsveldi og getur ef vel er haldið
á spöðunum tryggt tilvist þess í hundruð ára. Í Alter Ego er veröldin að
vísu bundin við eina sögupersónu og leikmanni býðst vissulega ekki að
taka heimssögulegar ákvarðanir eins og að fylgja ráðum Katós gamla um
að jafna Karþagó við jörðu og strá salti í brunninn svörðinn.12 Áherslan
sem Alter Ego lagði á ólíka þætti hins daglega lífs var hins vegar afskaplega
frumleg og leikurinn er einn helsti forveri „lífhermanna“ svokölluðu (e.
life simulation) á borð við The Sims (2000) og Second Life (2003), leikja sem
urðu ógnarvinsælir um og uppúr árþúsundamótunum. Það sem leikirnir
eiga sameiginlegt er eins áður segir miðlægni sögu- og frásagnarhugtaks-
ins, rökréttrar framrásar atburða sem aftur kallar á skýrt orsakasamhengi.
Nielsen, Jonas Heide Smith og Susana Pajares Tosca, Understanding Video Games.
The Essential Introduction, New York og London: Routledge: 2008, bls. 195; Frans
Mäyrä, Introduction to Game Studies: Games in Culture, London: Sage, 2008, bls. 10;
Larissa Hjorth, Games and Gaming, oxford og New York: Berg, 2011, bls. 5.
12 Kató eldri varð þekktur fyrir yfirlýsingar á borð við „Carthago Delenda Est“
(Kaþargó skal eyða) sem hann notaði að sögn heldur ósparlega, svo mjög flaggaði
hann þessari skoðun sinni að það var að lokum orðið aðhlátursefni meðal hinna
öldungaráðsmannanna. Charles E. Little, „The Authenticity and Form of Cato’s
Saying „Carthago Delenda Est““, Classical Journal, 1934, bls. 429–435, oxford og
New York: Berg, 2011, bls. 5.
FRÁSöGN EðA FoRMGERð?
Myndir 1–2: Alter Ego er hlutverkaspilunarleikur sem kom út um miðjan níunda
áratuginn og nýtur enn sérstöðu fyrir að hafa komið út í ólíkum útgáfum fyrir stelpur
og stráka.