Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Blaðsíða 30
29
væri jafnvel enn betur við hæfi.45 Hugmyndir spilunarsinna minna þó mest
á kenningar strúktúralískra frásagnarfræðinga frá sjötta og sjönda áratug
nýliðinnar aldar, eins kaldhæðnislega og það hljómar, fræðimanna á borð
við Roland Barthes og Gérard Genette.46 Í skrifum þess fyrrnefnda er t.d.
lögð mikil áhersla á að útskýra kerfið sem liggur merkingu til grundvallar
en til að gera það er nauðsynlegt að kortleggja regluverkið sem stýrir teng-
ingum og virkni ólíkra eininga textans – inntak eða skírskotun merkingar-
eininganna sjálfa (að James Bond sé ósigrandi og fágaður, líkt og breska
heimsveldið, eða ástin sigrar allt) er hins vegar aukaatriði og tilfallandi.47
Þessa áherslu á reglukerfi og formgerð má bera saman við áhugaleysi spil-
unarsinna gagnvart merkingunni sem framsetning reglukerfisins skapar á
skjánum og túlkun spilarans á söguheiminum og atburðum sem eiga sér
stað innan hans.
Það má hins vegar segja að umræða um listgreinar og eiginleika þeirra
hafi um langt skeið einkennst af tveimur ólíkum viðhorfum; annars vegar
nálgun sem leitast við að sýna fram á sértæk eigindi listgreina og svo, hins
vegar, áherslu á ákveðinn samliggjandi þráð eða grundvöll sem „ólíkar“
listgreinar eiga sameiginlegan. Fyrrnefnda viðhorfið á rætur að rekja til
Aristótelesar og þess hve nákvæmlega hann greindi viðfangsefni sitt, harm-
leikinn, en einnig hvernig hann greindi á milli ólíkra greina innan leik-
45 T.S. Eliot, „Hefðin og hæfileiki einstaklingsins“, þýð. Matthías Viðar Sæmundsson,
Spor í bókmenntafræði 20. aldar: frá Shklovskíj til Foucault, ritstj. Garðar Baldvinsson,
Kristín Birgisdóttir og Kristín Viðarsdóttir, Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun
Háskóla Íslands, 1991, bls. 43–52; Viktor Shklovsky, Theory of Prose, þýð. Benjamin
Sher, Normal: Dalkey Archive Press, 1998; Jurij Tynjanov, „on Literary Evolu-
tion“, Twentieth Century Literary Theory. An Introductory Anthology, ritstj. Vassilis
Lambropoulos og David Neal Miller, Albany: State University of New York Press,
1987, bls. 152–162.
46 Narrative Discourse (1980) eftir Gérard Genette er gjarnan talið eitt mikilvæg-
asta verk franskrar frásagnarfræði en þar kortleggur Genette meðal annars allar
mögulegar útfærslur á tímaröð atburða og tímaskipulagi frásagnarinnar.
47 Roland Barthes, „Introduction to the Structural Analysis of Narratives“, Barthes:
Selected Writings, ritstj. Susan Sontag, London: Fontana/Collins, 1983, bls. 251–
295. Eitt þekktasta verk Barthes, Mythologies (1957), beitti táknfræðinni sem lá
frönskum strúktúralisma til grundvallar á hversdagslega atburði, fjölmiðlaímyndir,
íþróttaleiki og margt fleira og dró þannig fram hvernig mannlífið ekki síður en
„kerfi“ bókmenntatextans grundvallast á lögmáli mismunarins. Það er að segja,
athafnir, hugveran, samfélagið, hinn mannlegi veruleiki með öðrum orðum, búa
ekki yfir innbyggðri merkingu heldur er það flókið kerfi menningarlegra tákna sem
ákvarðar og áskapar tilteknum þáttum ákveðna merkingu.
FRÁSöGN EðA FoRMGERð?