Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 31
30
hússins.48 Eftirlíkingahugtakið eins og hann setur það fram er þó nægilega
sammannlegt og yfirgripsmikið til að hægt sé að ímynda sér samskonar
lögmál að verki í öðrum greinum sem leggja áherslu á veruleikaeftirlík-
ingu. Þetta sést skýrt hjá sporgöngumönnum á borð við Hóras sem vildu
tengja saman ólíkar listgreinar á þessum forsendum. Í því samhengi má
nefna fræga líkingu hans úr Ars Poetica (10–8 f.Kr.): „ut pictura poesis,“
sem merkir að ljóð séu eins og málverk.49
Raunar var samasemmerki sett á milli myndlistar og ljóðagerðar um
allangt skeið. Að þessi tjáningarform væru um margt ólík var að sjálfsögðu
viðurkennt en það sem sundraði eða skildi á milli var jafnframt talið þýð-
ingarlítið og yfirborðskennt í samanburði við þau djúpstæðu öfl sem list-
formin bæði studdust við og sem þannig sameinaði þau, líkt og minnst er
á hér að framan. Í kenningum um bókmenntir og listir frá miðri 16. öld
fram á miðja 18. öld var mikið fjallað um þetta nána samband miðlanna
og voru ummæli eignuð forngríska skáldinu Símonídesi, þar sem hann
lýsti því yfir að myndlist væri þögul ljóðlist og ljóðlist talandi myndir,
áhrifamikil.50 Þannig voru fagurfræðileg gildi mynd- og ljóðlistar að vissu
leyti þau sömu á ákveðnu tímabili í viðtökusögu þeirra.
48 Aristóteles, Um skáldskaparlistina, þýð. Kristján Árnason, Reykjavík: Hið íslenska
bókmenntafélag, 1997.
49 Á ensku er málsgreinin svona: „Poetry is like painting.“ Horace. The Art of Poetry,
Classical Literary Criticism, ritstj. D. A. Russell og Michael Winterbottom, oxford:
oxford University Press, 1989, bls. 107.
50 Sjá til að mynda Joseph Addison, Dialogues Upon the Usefulness of Ancient Models:
Especially in Relation to the Latin and Greek Poets; Caylus, Tableaux tires de l’Iliade de
l’Odyssée d’Homere et de l’Eneide de Virgile, avec des observations generals sur le Cost-
ume, París: Chez Tilliard, Libraire, 1957; Joseph Spence, Polymetics, or an Enquiry
Concerning the Agreement Between the Works of the Roman Poets, and the Remains of
the Ancient Artists, being an Attempt to Illustrate Them Mutually From One Another.
In ten Books, London: Printed for Dodsley. fol., fyrsta útgáfa 1747, önnur frá 1755.
Sjá einnig Gordon Graham, Philosophy of the Arts: An Introduction to Aesthetics, New
York og London: Routledge, 1997, bls. 4–23, 42–62; Rensselaer W. Lee, 2 „Ut
Pictura Poesis: The Humanistic Theory of Painting“, The Art Bulletin, 4/1940, bls.
197. Lessing minnist jafnframt á þessa túlkunarhefð í Laókóon þar sem hann segir:
„Sú leiftrandi andstæða hins gríska Voltaires, að málverkið sé mállaus skáldskapur
og að skáldskapurinn sé talandi málverk, stóð vísast ekki í neinni kennslubók. Þetta
er ein af mörgum hugdettum Símonídesar, og er hinn sanni þáttur hennar svo ljós
að það óljósa og ranga sem henni fylgir sést ekki í blindu birtunnar.“ Gotthold
Ephraim Lessing, Laókóon: eða um mörkin milli málverksins og skáldskaparins, þýð.
Gauti Kristmannsson, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2007, bls. 48. Less-
ing virðist vera að svara þessari hugmynd sem samkvæmt Lee var algeng á þessu
tímabili.
BJöRN ÞÓR VILHJÁLMSSoN oG NöKKVI JARL BJARNASoN