Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Side 32
31
Þýski guðfræðingurinn, heimspekingurinn, leikskáldið og listrýnirinn
Gotthold Ephraim Lessing gagnrýndi hins vegar þetta sjónarmið í riti
sínu Laókóon (1766) þar sem hann fjallaði um mörkin milli málverksins og
skáldskaparins.51 Þar hélt Lessing því fram að það væri grunneðlismunur
á málaralistinni og skáldskap og þessi eðlismunur leiddi til þess að efnivið-
ur þeirra var jafnframt ólíkur og ekki þýddi að nota sömu fagurfræðilegu
mælistikuna á miðlana tvo. Í rökfærslu sinni er greining á höggmyndinni
af Laókóoni og sonum hans útgangspunktur en stytta þessi fannst árið
1506 skamma vegu frá Rómaborg og þykir einn af dýrgripum fornaldar.
Höggmyndin frystir augnablik sem er í Eneasarkviðu (19 f.Kr.) Virgils en
þar leitast presturinn Laókóon í Trójuborg við að vara grunlausa samborg-
ara sína við fláræði Grikkja og sviksamlegri gjöf þeirra (trójuhestinum).
Fyrir vikið er hann myrtur af slöngum í þjónustu gyðjunnar Mínervu:
Þegar ég lít yfir þær orsakir sem ég tilgreini hér að ofan, hvers vegna
meistari Laókóons verði að gæta hófs í tjáningu líkamlegs sársauka,
þá kemst ég að því að þær eiga allar rót að rekja til eðlis myndlist-
arinnar og eru bundnar sömu þvingan og þörfum. Erfitt er að trúa
því að þær eigi einnig við um skáldlistina. [...] Hver getur ekki frem-
ur viðurkennt að hafi listamaðurinn gert vel er hann lét Laókóon
ekki æpa, þá hafi skáldið gert vel er það lét hann æpa. [...] Sú for-
senda mín, að listamennirnir hafi líkt eftir skáldinu, gerir þá ekki
að minni mönnum. Viska þeirra birtist miklu fremur í enn fegurra
ljósi við þessa eftirlíkingu. Þeir fylgdu skáldinu eftir án þess að láta
það tæla sig með nokkrum hætti. Þeir höfðu fyrirmynd, en þar sem
þeir þurftu að flytja þessa fyrirmynd úr einni listgrein yfir í aðra, þá
gafst gott færi á að hugsa. og þessir þankar þeirra, sem koma fram
í frávikum þeirra frá fyrirmyndinni, sýna og sanna að þeir eru jafn
stórir í list sinni og skáldið í sinni.52
51 Lessing nam guðfræði og varði dágóðum hluta ævinnar í ritdeilur á því sviði. Hann
var einnig leikskáld og Nathan der Weise (1779) er sennilega hans þekktasta leikverk.
Þá ber Laókóon fræðimennsku hans og yfirgripsmikilli þekkingu á menningu, sögu
og tungumálum fagurt vitni. Annars gerir Gauti Kristmannsson skilmerkilega grein
fyrir lífshlaupi Lessings í „Lessing og mörkin milli listanna,“ í Gotthold Ephraim
Lessing, Laókóon: eða um mörkin milli málverksins og skáldskaparins, þýð. Gauti Krist-
mannsson og Gottskálk Jensson, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2007,
bls. 11–43.
52 Gotthold Ephraim Lessing, Laókóon, bls. 74, 75–76, 108.
FRÁSöGN EðA FoRMGERð?