Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Síða 35
34
Áhersla Lessing á að „innri“ lögmálum miðla sé fylgt svo að sköp-
unarmátturinn sem í þeim fólst væri fullnýttur (innan miðilsins, ekki lista-
manninum; hæfileikar listamannsins birtust í því hversu haganlega hann
nýtti möguleikana sem þegar voru til staðar),60 er þannig greinanleg í
fræðilegum skrifum um nýja miðla og nýmiðla allt fram til dagsins í dag
og tengist nútímavæðingarferlum á borð við rökvæðingu og ólík gildissvið
sem aftur undirbyggja hugmyndir um „sjálfstæði“ (e. autonomy) hins fag-
urfræðilega eða listarinnar.61
Sjálfstæði listarinnar grundvallast að hluta til á sérkennum listrænnar
orðræðu og ákveðnum eigindum sem aðeins er að finna þar en mikilvægt
er að hafa í huga að gildissviðið er einnig félagslega mótað og skilgreint.62
Að sumu leyti nær þessi áhersla á sérkenni miðilsins hámarki í fagurfræði
þeirri sem Fredric Jameson kennir við „hugmyndafræði módernismans“
og rekur til bandaríska listfræðingsins Clement Greenbergs.63 Þar hefur
Jameson í huga sjálfsmeðvitaða og að hans mati sjálfhverfa, ópólitíska fag-
urfræði sem tilgreindi miðilinn sjálfan og efnislegan veruleika hans sem
helsta og mikilvægasta viðfang listsköpunar. Afstrakt-expressjónisminn var
sú liststefna sem féll best að kröfum þessarar tilteknu fagurfræði. Það er
tvennt sem þarf að taka fram hér og það er annars vegar að ferðalagið frá
hinum kvalda Laókóons hjá Lessing að skvettuverkum Jacksons Pollock
um og uppúr miðri tuttugustu öldinni felur jafnframt í sér róttæka fag-
60 Anthony Savile, „Lessing, Gotthold Ephraim“, A Companion to Aesthetics, ritstj.
Stephen Davies, Kathleen Marie Higgins, Robert Hopkins, Robert Stecker og
David E. Cooper, Wiley-Blackwell, 2009, bls. 402–405. Sjá einnig ummæli á borð
við þessi hér hjá Lessing sjálfum: „Viðfangsefni sem eru til hlið við hlið í heild eða
að hluta nefnast líkamar. Af því leiðir að líkamar, með sínum sjáanlegu einkennum,
teljast viðfangsefni málverksins. Viðfangsefni sem ganga fram hvert á eftir öðru í
heild eða að hluta nefnast athafnir. Af því leiðir að athafnir eru viðfangsefni skáld-
skaparins.“ Gotthold Ephraim Lessing, Laókóon, bls. 182.
61 Gildissviðin sem um er rætt eru þrjú talsins og eiga samanlagt að ná utanum
samfélagsgerðina í heild. Þrískiptingu þessa má rekja aftur til heimspekiritaþrí-
leiks Immanuels Kant um „hreina“ (vísindalega) rökvísi, siðferðilega („praktíska“)
rökvísi og svo fagurfræðilega rökvísi, en þannig voru jafnframt svið afmörkuð sem
síðar (í kenningum Max Weber) voru skilgreind sem sjálfstæð í þeim skilningi að
ekkert þeirra var ríkjandi (hjá Kant var svið rökvísinnar ríkjandi) né þurftu þau að
skírskota til hvers annars (eða fortíðar eða hefðar) til að öðlast réttmæti heldur er
það á grundvelli innri rökvísi hvers og eins sem þau eru samþykkt.
62 Jürgen Habermas, „Modernity – An Incomplete Project“, Þýð. Seila Ben-Habib,
Postmodern Culture, ritstj. Hal Foster, London: Pluto Press, 1985, bls. 10–12.
63 Frederic Jameson, A Singular Modernity. Essay on the Ontology of the Present, London
og New York: Verso, 2002, bls. 170–179.
BJöRN ÞÓR VILHJÁLMSSoN oG NöKKVI JARL BJARNASoN