Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 37
36
enda er sem rit Arnheims sé beint innlegg í kvikmyndafræðilega orðræðu
samtímans. Listrænn þroski kvikmyndarinnar sem miðils grundvallaðist
að mati Arnheims á sérkennum miðilsins í stað þess sem hann átti sam-
eiginlegt með öðrum miðlum. Ennfremur taldi hann þann eiginleika
sem hvað augljósastur er þegar að kvikmyndamiðlinum kemur, það er
að segja, eftirlíkingarmáttinn, vera helsta dragbít kvikmyndalistarinnar.
Kvikmyndalistin hófst þar sem sagt var skilið við mímetíska ofgnótt. Af
þessari ástæðu varaði Arnheim við framkomu talmyndarinnar. Hljóð og
tal myndi auka við raunveruleikaáhrifin (slæmt); flytja áhersluna frá hinu
myndræna (sem kvikmyndinni var eiginleg) og yfir á hið mælta orð (slæmt);
þá færði þetta sjálft listformið í átt að leikhúsinu (slæmt).66
Í síðasta hluta bókarinnar úthúðar Arnheim tækniframförum
fyrsta listamiðils sögunnar sem grundvallaður er á tækniframförum.
Niðurlægingarskeið kvikmyndarinnar, svo lagt sé frekar og eilítið frjáls-
legar útaf Arnheim, hefur haldið nokkuð sleitulaust áfram; hljóðið var ekki
fyrr komið en litur braust inn í myndrammann, þar á eftir eiga sér stað
stórstígar framfarir í hljóðvinnslu, filmur urðu betri, sama má segja um
allan tækjakost kvikmyndaiðnaðarins. Breiðtjaldsmyndin fylgdi, svo kom
steríó (svo ekki sé minnst á dolby), þrívídd, lyktarspjöld, og nú lifum við á
stafrænum tímum þegar ekkert smáatriði í myndrammanum er óhult fyrir
tæknilegu inngripi sem miðar að frekari veruleikaeftirlíkingu.
Þegar litið er yfir feril Arnheims og svo undanfarin fimmtán ár í leikja-
fræðunum er ljóst hvernig kenningasmiðir sem einbeita sér að þeim miðli
sem hægt er að halda fram að sé í farabroddi þegar kemur að tækniþróun
síns samtíma (og maður skyldi því ætla að kenningasmiðirnir hafi að ein-
hverju leyti hrifist af tæknilega framsækinni hlið miðilsins) eru í vissum
skilningi „sviknir“ af þessari sömu tækni. Það er að segja, að hún skuli ekki
hætta framþróun sinni þegar það í raun hentar kenningasmiðunum heldur
halda áfram allt þar til hún hefur ein og sér og án aðstoðar afbyggt kenn-
ingakerfi viðkomandi fræðimanna.
III. Et tu, techna?
Í grein sem birtist í fyrsta heftinu af Game Studies frá 2001 hefur Markku
Eskelinen orð á því að það kasti enginn bolta og búist svo við því að hann
fari að segja sögur. Eskelinen heldur því fram að sögur í leikjum séu ekk-
66 Rudolf Arnheim, Um kvikmyndalistina, bls. 158.
BJöRN ÞÓR VILHJÁLMSSoN oG NöKKVI JARL BJARNASoN