Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 44
43
hefur orðið ágætlega ágengt við að staðsetja sig og finna sína sjálfstæðu
tilvist.
En þrátt fyrir aukna fjölbreytni innan greinarinnar eru grunnhugtökin
sem tekist var á um merki um afstöðu, pólitík, hagsmuni og hugmynda-
fræði sem andstæðar fylkingar hópuðust undir – spilun og frásögn – ennþá
virkur hluti af orðræðu hennar og fræðitextar skilgreina sig gjarnan með
hliðsjón af þeim. Þar má til dæmis nefna greinarnar „Making Sense of
Play in Video Games: Ludus, Paidia, and Possibility Spaces“ (2013) eftir
Graham H. Jensen og „Time and Temporality in the Mass Effect Series:
A Narratological Approach“ (2014) eftir Samuel Zakowski.74 Þessar
tvær nýlegu greinar standa hér fyrir fjöldann allan af öðrum greinum sem
fást við annað hvort spilun eða frásagnir innan leikjafræðinnar. Það sem
aðgreinir þær hins vegar frá greinum á borð við „Games telling stories?“
(2001) eftir Juul er að öldurnar hefur lægt, þörfin á andstæðingi fyrir þá
röksemdafærslu sem sett er fram hefur nær alveg horfið af vettvangi. Því
virðist sem ekki sé lengur deilt um þetta mál á opinberum vettvangi í
fræðunum og er deilan þar með að visssu leyti að baki. Klofningurinn sem
fylgdi henni er þó enn undirliggjandi eins og sjá má á ýmsum kenningum
um ólíkar leikjagerðir sem taldar eru hafa ólíkt eðli og þar með einnig ólík
fagurfræðileg viðmið.
Stofnanavæðing hefur átt sér stað og eftir situr leikjafræðin sem fræði-
grein, afmörkuð við ákveðið viðfangsefni. Það viðfangsefni er rannsakað
í háskólum og jafnvel kennt, þó enn séu ekki til sjálfstæðar greinar nema
þá í leikjahönnun.75 Afmörkunin er þar að auki byggð á sérkennum mið-
ilsins, spilun er þar ofarlega á baugi eins og við er að búast en frásagn-
arhugtakið er líka áberandi eins og bent var á hér að ofan. Það er þó ekki
aðeins fræðasviðið sem hefur breyst, heldur einnig viðfangsefni fræð-
anna. Í samanburði við önnur rannsóknarsvið standa tölvuleikjafræðingar
frammi fyrir því að viðfangsefni þeirra taka stöðugt róttækum breytingum.
Kvikmyndaiðnaðurinn og listformið sjálft léku til að mynda á reiðiskjálfi
við framkomu hljóðmyndarinnar; viðskiptalegar, fagurfræðilegar, menn-
ingarlegar og tæknilegar forsendur gærdagsins voru skyndilega úreltar.76
En nú fer senn að líða að aldarafmæli komu hljóðsins og ekkert viðlíka
74 Feitletrun okkar.
75 Yfirleitt fellur leikjafræðin sem kennslugrein undir önnur svið eins og til dæmis
miðlafræði (e. media studies).
76 Jon Lews, American Film. A History, New York og London: W.W. Norton & Comp-
any, 2008, bls. 91–146.
FRÁSöGN EðA FoRMGERð?