Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 51
50
takinu á þennan hátt sýnir þetta fram á aukið svigrúm fyrir merkingu utan
ramma spilunar hjá Juul. Með því að viðurkenna mikilvægi framsetning-
arinnar, sem hann kallar hér hið skáldlega, án þess að grafa undan mik-
ilvægi sérkenna leikja telur Juul sig væntanlega sigla fimlega milli skers og
báru, á milli viðhorfa frásagnar- og spilunarsinna. En jafnvel þó hin nýja
skilgreining Juuls geri ráð fyrir hinu skáldlega í tölvuleikjum dregur hann
strax í land og bætir við að það eigi ekki við um alla tölvuleiki. Í Half Real
er að finna lista yfir sex frumskilyrði leikjahugtaksins að hans mati, og hið
skáldlega er ekki á listanum.89 Juul kallar þessi skilyrði „hefðbundna leikja-
líkanið“ (e. the classic game model) og er því ætlað að lýsa öllum grunnþátt-
um í uppbyggingu ólíkra leikja. Það að Juul útiloki hið skáldlega úr þessum
lista vísar til þess að hann telur að það séu til leikir sem innihaldi ekki neitt
skáldlegt.90 Þeir leikir eru þá afstrakt leikir, þar sem reglur leiksins eru leik-
urinn sjálfur. Hér er gengið út frá því að til séu leikir sem búnir eru ólíku
„eðli“ þegar kemur að frásögnum og býður það upp á nýja eftirátúlkun á
deilu frásagnar- og spilunarsinna, það er að segja að hún hafi í raun hverfst
um þörfina á að greina á milli ólíkra gerða leikja. Þær leikjagerðir sem
stungið hefur verið uppá falla nær undantekningarlaust að sjónarmiðum
annað hvort frásagnar- eða spilunarsinna og þannig hefur fagurfræðilega
eðlishyggjan, sem var undirliggjandi í deilunni, viðhaldið sér.91
að Juul hefur aldrei lesið Pale Fire eftir Vladimir Nabokov, The Savage Detectives
eftir Roberto Bolano, Ulysses eftir James Joyce, McNugget eftir Chris Alexander eða
skáldsögur Steinars Braga.
89 Birtingarmynd þess í Half Real er unnin upp úr erindi sem Juul flutti á DiGRA
málþingi 2003. Listar af þessu tagi voru býsna vinsælir fyrir fjörutíu árum þegar
póstmódernistar leituðust við að skilgreina sig og aðgreina um leið frá módern-
ismanum. oftast var það nú samt þannig að póstmódernistarnir eignuðu sér form-
byltingarumsvif módernistanna en leyfðu forverum sínum að gæða sér á molunum
sem hrukku af borði realismans. Það er með öðrum orðum sjaldnast skynsamlegt
að reyna að festa jafn flókin fyrirbæri og listastefnur, hvað þá miðla, niður í hrað-
soðnar og stuttar uppskriftir.
90 Juul, sama rit, bls. 34 og 36.
91 Í Half Real talar Juul til að mynda um tvær ólíkar leikjagerðir sem hann kallar ann-
ars vegar framkomuleiki (e. games of emergence) og hins vegar framrásarleiki (e.
games of progression). Í framkomuleikjum kemur spilunin fram á forsendum fárra
reglna sem skapa marga spilunarmöguleika. Framrásarleikir ganga á hinn bóginn
út á að spilarinn takist á við fyrirfram ákveðnar aðgerðir sem gera honum kleift að
halda áfram. Sögulega séð er seinni leikjagerðin nýrri og þar að auki tilheyra flestir
leikir sem gera tilraunir til þess að segja sögur þeim flokki. Þó Juul segi það ekki
beint, þá er nokkuð ljóst að þessum tveimur flokkum svipar til ólíkrar fagurfræði
frásagnar- og spilunarsinna. Þar með viðurkennir Juul í vissum skilningi tilvist
„frásagna“ í leikjum. Undirliggjandi er hins vegar eðlishyggja sem segir til um að
BJöRN ÞÓR VILHJÁLMSSoN oG NöKKVI JARL BJARNASoN