Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 55
54
spilareynslan á ákveðinni forþekkingu á fyrirbærinu sem er menningarlega
mótað og efniviðnum sem notast er við, þ.e. tilfinningu fyrir þyngd, massa,
hraða og svo framvegis. Þróun í tölvugrafík reynir sífellt að bæta þessa til-
finningu í eftirlíkingarvinnu sinni.
Ef við hugum í örskotsstund að orðum Eskelinens sem vitnað var til
hér að framan þar sem hann útskýrir að enginn kasti bolta og búist svo
við því að boltinn fari að segja sögur, þá sjáum við aðra útgáfu af þessari
sömu hugmynd um hlutlausa birtingarmynd reglu eða reglukerfis. Boltinn
hefur hins vegar sögu að segja, hvort sem okkur líkar það betur eða verr.
Það eitt hvernig bolta er um að ræða staðsetur leikinn í stærra samhengi
menningarafurða. Ef um fótbolta er að ræða, hefur boltinn til að mynda
skírskotanir í víðara samhengi boltaíþrótta og íþrótta í heild sinni. Litríkur
dótabolti gæti á svipaðan hátt vísað til frjálsra leikja barna. Ef Disneyfígúra
skreytir boltann, svo algengt dæmi sé nefnt, hefur gríðarstórt merkingar-
mengi bæst við sem vel má túlka. Boltinn er birtingarmynd reglukerfis
en með því að halda áfram með myndlíkingu Eskelinens og leiða að rök-
réttum lyktum má jafnframt sjá að slíkar birtingarmyndir verða ekki til í
tómarúmi, þær eru ekki sjálfbærar og taka ávallt þátt í merkingarmiðlun
og táknrænum venslum þeim sem ríkjandi eru innan tiltekinnar menn-
ingar á tilteknum tíma. Einnig mætti nefna að framsetningin er hluti af
því sem gerir leiki áhugaverða. Hluti af þeim tengslum sem áhorfendur
eða fótboltaspilarar mynda við fótbola sem leik er byggt á menningarlegri
umgjörð leiksins, liðum og spilurum sem fólk kýs að halda með sökum
einhvers sem er utan reglnanna sjálfra. Það sama á við um tölvuleiki þar
sem margir spila vissa tölvuleiki vegna þess að framsetning þeirra höfðar til
þeirra. Sú framsetning getur falist í flókinni fantasíuveröld, eins og í tilfelli
leikjasyrpanna Final Fantasy eða The Elder Scrolls, þar sem spilarinn getur
upplifað sig sem íbúa í skáldlegum veruleika. Hún getur þó einnig verið
einföld, eins og kubbarnir í Tetris eða sælgætismolarnir í Candy Crush Saga,
þar sem margir spilarar kjósa leiki sem hafa friðsamlegan frásagnarramma
og auðskiljanlegar reglur.96 Fagurfræði spilunarhyggjunnar er ekki aðeins
takmarkandi heldur bókstaflega kúgandi; hún segir til um hvernig leikir
eigi að vera og hvernig eigi að túlka þá. Mýtan um afstrakt leiki grundvall-
ast á róttækri útgáfu af hugmyndinni um hið hreina og óflekkaða form,
tjáningu sem lýtur aðeins eigin eðlislægu lögmálum. Nauðsynlegt er að
meðvitund um þessar fjölmörgu misjafnlega vel duldu forsendur, fordóma
96 Jesper Juul, A Casual Revolution, bls. 8 og 33.
BJöRN ÞÓR VILHJÁLMSSoN oG NöKKVI JARL BJARNASoN