Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Síða 59
58
upp á 16. október 1793 sem upphafsstundar módernismans.2 Kosturinn
við þessa dagsetningu segir Clark „er að hún er augljóslega fjarstæðu-
kennd.“3
Módernisminn er safn dagsetninga bæði í þeim skilningi að hann tákn-
ar rof – slík er fyrst og fremst merking listviðburðanna sem hér hafa verið
nefndir – en einnig í þeim skilningi að í akademískri umræðu um mód-
ernisma er fátt jafn áberandi og þrálátar tilraunir fræðasamfélagsins til að
afmarka og skilgreina tímabil módernismans. Hvenær rennur módernism-
inn sitt skeið á enda? Hófst hann upp úr aldamótunum eða fyrr? Um þetta
hefur aldrei ríkt beinlínis sátt en menn hafa þó tekið þátt í sömu samræð-
unni; sátt ríkir um ákveðinn fræðilegan ramma og áherslur, jafnvel lyk-
ilverk. „Samhugur“ þessi hefur þó örlítið gliðnað á síðustu árum samhliða
því sem sjónmálið hefur færst út fyrir hefðbundnar miðstöðvar evrópskrar
menningar.4
Í sögu módernismans má greina augnablik sem eru hálf ævintýraleg líkt
og þegar örlögin leiddu Salvador Dali og Luis Buñuel saman í Háskólanum
í Madríd árið 1917, fundur sem leiddi til tímamótaverka í sögu módern-
ismans – Andalúsíuhundsins (1928, Un Chien andalou) og Gullaldarinnar
(1930, L’Age d’or).5 Það er þó dálítið villandi hversu auðvelt er að ræða um
móderníska kvikmyndagerð þegar Dali og Buñuel koma við sögu. Það má
raunar færa rök fyrir því að enda þótt merking hugtaksins módernisma sé
á talsverðu reiki í fræðilegri orðræðu annarra listgreina komist hugtakið
hvergi í jafn mikla kreppu og þegar það er sett í samhengi við kvikmynda-
miðilinn.6
2 Alex Ross, The Rest is Noise: Listening to the 20th Century, New York: Farrar, Straus
and Giroux, 2007, bls. 13–15.
3 T. J. Clark, Farewell to an Idea: Episodes From the History of Modernism, New Haven:
Yale University Press, 1999, bls. 15.
4 Sjá hér til að mynda Dilip Parameshwar Gaonkar, „on Alternative Modernities,“
Alternative Modernities, ritstj. D. P. Gaonkar, Durham and London: Duke Univer-
sity Press, 2001, bls. 1–24.
5 Gwynne Edwards, A Companion to Luis Buñuel, Woodbridge: Tamesis, 2005, bls.
17–47.
6 Halda mætti því fram að á engu öðru fræðasviði væri merking hugtaksins jafn óljós
og einmitt í kvikmyndafræði. Í útgáfu af Ritinu tileinkuðu módernisma sérstaklega
tekur Ástráður Eysteinsson til umfjöllunar „frásagnarkreppur módernismans“ í
bókmenntum. Þrátt fyrir þau margvíslegu átök (er varða tímabil, fagurfræði, landa-
mæri, o.fl.) sem staðið hafa um hugtakið og Ástráður fjallar um í sinni grein má
af lestri hennar greina ákveðna miðlæga kanónu (sama hversu umdeild hún kann
að vera). Sjá „Frásagnarkreppur módernismans: Tilraun um bókmenntir og fugla-
skoðendur,“ Ritið: 2/2013, bls. 7–39. Þegar kemur að módernisma í kvikmyndum
BJöRN ÆGIR NoRðFJöRð