Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Qupperneq 61
60
menntafræðingum vera nokkur vorkunn þar sem hefðbundin textarýni,
svonefnd nýrýni sem módernistar (ekki síst T. S. Eliot) áttu stóran þátt í að
móta, hafi í áherslu sinni á nákvæmnislestur textans dregið úr vægi utanað-
komandi áhrifa á borð við nýjabrum kvikmyndamiðilsins.8
Því verður vart neitað að fjölmörg vensl módernískra rithöfunda og
kvikmyndamiðilsins eru æði eftirtektarverð: James Joyce opnaði fyrsta
kvikmyndahúsið í Dyflinni árið 1909, Ezra Pound kom að gerð fram-
úrstefnumyndarinnar Vélrænn ballet (1924, Fernand Léger og Dudley
Murphy, Ballet mécanique), John Dos Passos var á meðal þeirra rithöf-
unda sem heimsóttu Sergej Eisenstein í Moskvu, Virginia Woolf skrif-
aði af innsæi um miðilinn í greininni „The Cinema“, H.D. var á meðal
stofnenda fyrsta enska kvikmyndatímaritsins Close-Up og ritaði iðulega í
það ásamt Dorothy Richardson, H.D. og helstu aðstandendur Close-Up
stóðu enn fremur að gerð módernísku myndarinnar Á mörkunum (1930,
Kenneth Macpherson, Borderline).9
Þessháttar áhugi á kvikmyndum staðfestir þó ekki einn og sér að mód-
ernískir rithöfundar hafi verið undir áhrifum frá kvikmyndum. Mörg
lykilverk módernismans hafa þó á umliðnum árum verið greind og túlk-
uð með kvikmyndamiðilinn að leiðarljósi og bent á hvernig sjónarhorn
hans, nærmyndir, margvíslegar hreyfingar á tökuvél og klipping, ekki síst
sovéska útfærslan sem kennd hefur verið við myndfléttu (montage), eru
yfirfærð á bókmenntatexta.10 Þótt slík áhrif og tengsl hafi verið greind
8 Rétt er að halda því til haga að nýrýnin var ekki „hefðbundin“ þegar hún kom
fram, þvert á móti, hún var byltingarkennd í áherslu sinni á eigindi textans um-
fram hefðbundinn ævisögulegan og siðferðilegan lestur á bókmenntum sem fram
að því hafði verið ríkjandi. Sjá hér T.S. Eliot, „Hefðin og hæfileiki einstaklingsins“,
þýð. Matthías Viðar Sæmundsson, Spor í bókmenntafræði 20. aldar: frá Shklovskíj til
Foucault, ritstj. Garðar Baldvinsson, Kristín Birgisdóttir og Kristín Viðarsdóttir,
Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, 1991, bls. 43–52.
9 Sjá um hlut Pounds í gerð Vélræns ballets í grein Judi Freeman „Bridging Purism
and Surrealism: The origins and Production of Fernand Léger’s Ballet Mécanique“,
Dada and Surrealist Film, ritstj. Rudolf E. Kuenzli, Cambridge: The MIT Press,
1996, bls. 28–45, grein Virginia Woolf „The Cinema“ í Collected Essays, annað bindi,
ritstj. Leonard Woolf, London: Chatto & Windus, 1966, bls. 268–72, og þá hefur
fjöldi greina úr Close-up verið endurútgefinn í safninu Close Up 1927–1933: Cinema
and Modernism, ritstj. James Donald, Anne Friedberg og Laura Marcus, Princeton:
Princeton University Press, 1999.
10 Ólíkt hefðbundinni framvinduklippingu sem miðar að því að búa til heildstætt
rými og tíma úr aðgreindum myndskeiðum skeytir sovéska myndfléttan saman
andstæðum ímyndum í þeim tilgangi meðal annars að skapa úr þeim nýja merk-
ingu (ekki ólíkt myndlíkingu eða myndhverfingu og hvað það varðar er íslenska
BJöRN ÆGIR NoRðFJöRð