Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Síða 63
62
eigindi tungumáls, tíma og vitundar.“13 Með þetta að leiðarljósi greinir
hann þær kvikmyndir sem fylltu almenna sýningarsali á tímaskeiði mód-
ernismans í bókmenntum og tengsl þeirra við þær róttæku breytingar sem
urðu á notkun ímynda með tilkomu nútímans. Kvikmyndin er í þessu sam-
hengi ekki miðill sem einstaka módernískir höfundar líkja eftir í skrifum
sínum heldur mikilvægur þáttur í því samfélagslega, menningarlega og
hugmyndafræðilega umhverfi sem mótar skrif þeirra.14
Hvernig svo sem samband kvikmyndarinnar og módernisma í bók-
menntum er túlkað má vera ljóst að ærin ástæða er til að gefa því betri
gaum. Hins vegar er það ekki eiginlegt umfjöllunarefni þessarar greinar.
Hún varpar fyrst og fremst ljósi á það hvernig ákveðnar kvikmyndahefðir
hafa verið felldar undir módernismahugtakið, í sumum tilfellum vegna
áhrifa frá módernískri myndlist eða bókmenntum.15 En líkt og ljóst má
vera af framansögðu er ekki um einstefnu að ræða þegar kemur að áhrifa-
sambandi kvikmynda og annarra listforma.
Myndir í öndvegi
Þótt ýmsir módernískir rithöfundar kunni að hafa verið undir beinum
eða óbeinum áhrifum frá kvikmyndamiðlinum leituðu módernískir kvik-
myndagerðarmenn millistríðsáranna ekki fyrirmynda í bókmenntum
13 Andrew Shail, The Cinema and the Origins of Literary Modernism, New York: Rout-
ledge, 2012, bls. 196.
14 Reyndar má velta því fyrir sér hvort Shail reyni ekki fullmikið á þanþol módern-
ismahugtaksins og að fremur sé um að ræða rannsókn á nútímanum (e. modernity).
Kvikmyndin er í því samhengi auðvitað nútímalegur (e. modern) miðill og margt
hefur verið ritað um þátt hennar í tilkomu nútímans um aldamótin 1900, þótt varla
sé hægt að ræða um módernískar (e. modernist) kvikmyndir fyrr en í fyrsta lagi um
1920. Ekki er svigrúm til að ræða vensl nútíma og kvikmyndamiðilsins í þessari
grein. Áhugasömum skal bent á Cinema and the Invention of Modern Life í ritstjórn
Leo Charney og Vanessu R. Schwartz, Berkeley: University of California Press,
1996.
15 Hér hef ég einkum rætt samband bókmennta og kvikmynda. Módernismi í myndlist
er hins vegar eldri en kvikmyndamiðillinn, en þó má í þessu sambandi hafa í huga
hina lífseigu hugmynd um að það hafi verið ljósmyndin sem frelsaði myndlistina
undan oki raunsærra eftirlíkinga og greiddi þannig fagurfræðilegu sjálfstæði hennar
leið. Sjá til að mynda niðurlag kunnrar greinar André Bazin „The ontology of the
Photographic Image“, þýð. Hugh Gray, What is Cinema? Berkeley: University of
California Press, 1967, bls. 16. Þá hefur Standish D. Lawder rakið áhrif kvikmynda-
miðilsins á móderníska málara í upphafi 20. aldar, þar með talda Wassily Kandinsky
og Pablo Picasso, í The Cubist Cinema, New York: New York University Press, 1975,
bls. 1–34.
BJöRN ÆGIR NoRðFJöRð