Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Side 79
78
við hefðbundna framvinduklippingu leikinna mynda. Kovács aðgreinir
stíla listrænu kvikmyndarinnar í fernt: minimalískan, leikrænan, skraut-
gjarnan og natúralískan. Þessir ólíku stílar geta svo birst í sjö mismunandi
greinum: Innri ferð, rannsókn, ferðalagi, ritgerð, afmörkuðu leiksviði, sat-
íru og melódrama.33
Auk þessarar fagurfræðilegu byltingar er ekki síður mikilvægt að hafa í
huga stórkostlegar breytingar á vestrænni kvikmyndamenningu, ekki síst
tilkomu kvikmyndahátíðarinnar og hugmyndarinnar um kvikmyndaleik-
stjórann sem sjálfstæðan höfund (fr. auteur). Þótt það hafi í sjálfu sér ekki
verið með öllu nýstárlegt að telja leikstjóra kvikmyndar höfund hennar
skyldi ekki vanmeta þá umbyltingu sem eignuð hefur verið gagnrýnend-
um franska tímaritsins Cahiers du cinéma. Í ritgerðinni „Ákveðin hneigð í
franskri kvikmyndagerð“, sem François Trauffaut skrifaði fyrir ritið árið
1954, og mætti líkja við stefnuyfirlýsingu gagnrýnenda þess, greinir hann
á milli leikstjóra sem kvikmynda handrit án þess að móta það með pers-
ónulegum hætti og kvikmyndahöfunda sem ljá myndum sínum persónuleg
höfundareinkenni (og skrifa jafnframt oft eigin handrit).34 Yfirlýsingin er
ákall um að skilgreina leikstjórann sem höfund kvikmyndarinnar fremur
en handritshöfundinn eða framleiðandann: leikstjórinn á að hafa frelsi
til að útfæra verk sitt eftir eigin höfði og án afskipta annarra. Þegar kvik-
myndin er skilgreind sem frumsamið verk (eins)staks höfundar eru komn-
ar fram aðstæður þar sem hægt er að rýna í hana með sama hætti og önnur
listaverk.35 Enda var það á tíma listrænu kvikmyndarinnar sem fyrst var
tekið að nálgast verk kvikmyndaleikstjóra almennt séð líkt og hver önnur
listaverk.
Listræna kvikmyndin var sýnd í kvikmyndahúsum sem sérhæfðu sig í
öðru efni en Hollywood-myndum, en þó sérstaklega á kvikmyndahátíðum
sem spruttu upp út um alla Evrópu á eftirstríðsárunum: í Cannes, Locarno
33 Þannig er 8½ (1963, Federico Fellini) leikræn innri ferð, Ævintýrið (1960, Miche-
langelo Antonioni, L’avventura) minimalísk rannsókn, Satýrikon (1969, Federico
Fellini) skrautlegt ferðalag og Ég er forvitin (1967/68, Vilgot Sjöman, Jeg är nyfiken)
natúralísk ritgerð. Sama heimild, bls. 207–208.
34 François Truffaut, „Ákveðin hneigð í franskri kvikmyndagerð,“ þýð. Guðrún Jó-
hannesdóttir, Áfangar í kvikmyndafræðum, ritstj. Guðni Elísson, Reykjavík: Forlag-
ið, 2003, bls. 72–73.
35 Hér ber að hafa í huga að það var auðvitað löng hefð fyrir því að fræðimenn og
kvikmyndaunnendur fjölluðu um verk ákveðinna leikstjóra með þessum hætti, en
í framhaldi af höfundakenningunni falla fleiri leikstjórar undir „kenninguna“ og
hún fær almennt samþykki.
BJöRN ÆGIR NoRðFJöRð