Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 86
85
Jóhanna Gunnlaugsdóttir
Skjámenning og netnotkun
vegna einkaerinda á vinnutíma
Á undanförnum árum hafa starfshættir hjá skipulagsheildum1 breyst á
margvíslegan hátt í kjölfar aukinnar notkunar netsins.2 Áhrif vaxandi net-
notkunar eru margs konar, allt frá markaðssetningu, sölu vöru og þjónustu
til fjölbreytilegra tengsla við viðskiptavini og starfsfólk. Almenn og vaxandi
notkun samfélagsmiðla mun leika viðamikið hlutverk í starfsemi skipulags-
heilda á næstu árum.3 Stjórnendur margra skipulagsheilda hafa opið fyrir
aðgang að slíkum miðlum einkum í markaðsskyni og vegna vinnutengdra
samskipta starfsfólks innanhúss en leyfa starfsfólki jafnframt að nota miðl-
ana til þess að sinna persónulegum erindum á vinnutíma.4 Mikilvægt er að
stjórnendur geri sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem slíkri notkun fylgir ekki
síst með tilliti til lagaumhverfis skipulagsheildarinnar.5
1 orðið skipulagsheild (e. organization) er hér notað sem samheiti yfir stofnanir,
fyrirtæki, félög og félagasamtök.
2 orðið netið (e. internet) er hér notað fyrir allar þýðingar hugtaksins á íslensku svo
sem internetið, vefurinn, alnetið og veraldarvefurinn.
3 orðið samfélagsmiðill (e. social media) er hér notað sem samheiti yfir samskiptavefi
eins og Facebook og LinkedIn; blogg eða örblogg svo sem Twitter; margmiðlunar-
vefsíður líkt og YouTube svo og Wiki-síður. Fjölmargar og misvíðtækar skilgrein-
ingar eru til á hugtakinu samfélagsmiðill. Samhliða fjölgun miðlanna hafa komið
fram fleiri og fleiri skilgreiningar og enn fremur mismunandi flokkun á miðlunum.
Margar síðari tíma skilgreiningar fela í sér að líta megi á hugtökin samfélagsmiðlar
og Vefur 2.0 sem samheiti, sjá til dæmis Andy Williamson, Social media guidelines
for parliaments, Geneva: Inter-Parliamentary Union, 2013. Aðrir eru á öndverðri
skoðun og telja það grundvallast á misskilningi stjórnenda og rannsakenda að líta á
hugtökin samfélagsmiðlar og Vefur 2.0 sem sama fyrirbærið, sjá til dæmis Andreas
M. Kaplan og Michael Haenlein, “Users of the world, unite! The challenges and
opportunities of Social Media, Business Horizons, 2010 bls. 59–68.
4 Í þessu sambandi er hefðbundinn matar- og kaffitími starfsfólks á vinnustað
undanskilinn.
5 ARMA International, Using social media in organizations: A technical report prepared
by ARMA International with ANSI August 2012, overland Park, KS: ARMA Inter-
national, 2012, bls. 4–7.
Ritið 3/2014, bls. 85–112