Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Síða 88
87
samfélagsmiðla og netnotkun almennt eru stuttlega gerð skil og þá meðal
annars með tilliti til notkunar starfsfólks vegna einkaerinda á vinnutíma.
Því næst er gerð grein fyrir aðferðafræði og gagnasöfnun rannsóknarinnar
sem samanstóð af spurningakönnun á netinu, símakönnun og viðtalskönn-
un. Niðurstöður eru settar fram í sérstökum kafla og loks er birt samantekt
og hugleiðingar um rannsóknina.
Netið, tölvupóstur og samfélagsmiðlar
Samfélagsmiðlar (e. social media), öðru nafni Vefur 2.0 (e. Web 2.0), saman-
standa af hinni ýmsu tækni á netinu sem gerir fólki kleift að mynda efni og
deilda því með sér hvenær sem það óskar.9 Á þann hátt geta einstaklingar
einir sér eða í samvinnu við aðra myndað, skipulagt, umbreytt og ritstýrt
efni og upplýsingum og deilt þeim í gegnum miðlana.10 Fyrirrennarinn,
Vefur 1.0 (e. Web 1.0), byggðist einkum á vefsíðum sem einungis var hægt
að skoða en ekki eiga gagnvirk samskipti við.
Segja má að upphaf samfélagsmiðla megi rekja til ársins 1978 með til-
komu hugbúnaðar, sem forritarinn Ward Christensen þróaði, og nefnd-
ist „tölvutilkynningartafla“ (e. computerized bulletin board system).11 Þessi
tölvubúnaður gerði hópi fólks kleift að mynda efni, senda það sín á milli
og eiga í samræðum. Með því opnaðist í fyrsta sinn möguleiki á að senda
efni til margra í stað eins í einu í gegnum hugbúnað. Hugbúnaðurinn
þróaðist næstu tíu árin en almenn notkun hans var ekki útbreidd. Upp úr
síðustu aldamótum þróuðust miðlarnir hratt og árið 2003 kom samfélags-
miðillinn Friendster fram á sjónarsviðið. Hann vakti samstundis athygli og
á sex mánuðum urðu notendur hans þrjár milljónir. Miðlarnir komu síðan
á markaðinn einn af öðrum, urðu misvinsælir og -útbreiddir en árið 2004
leit samfélagsmiðillinn Facebook dagsins ljós.12
Meðal samfélagsmiðla er notkun Facebook nú almennust en Twitter
nýtur einnig mikilla vinsælda. Samfélagsmiðlanotendur eru margir og
9 Andy Williamson, Social media guidelines for parliaments, bls. 7–9. Í heimildinni er
þess getið að samfélagsmiðlar og Vefur 2.0 séu samheiti.
10 NARA [National Records and Archives Administration, U.S.A.], A report on fed-
eral Web 2.0 use and record value, 2010, bls. 3–5, sótt 3. júní 2014 af http://www.
archives.gov/records-mgmt/resources/web2.0-use.pdf..
11 Peter R. Scott og J. Mike Jacka, Auditing social media: A governance and risk guide,
Hoboken: John Wiley & Sons, 2011.
12 Sama heimild.
SKJÁMENNING oG NETNoTKUN