Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Side 89
88
útbreiðslan ör. Þegar í árslok 2006 voru virkir notendur á Facebook um
12 milljónir13 og í árslok 2013 voru þeir liðlega 1,2 milljarðar.14 Nýir sam-
félagsmiðlar, svo sem YouTube, Flickr og Instagram, komu síðan í kjölfar
Facebook og ekki verður séð fyrir endann á þessari þróun.
Í upphafi tölvusamskipta var tölvupóstur tekinn í notkun hjá skipulags-
heildum og veittur var aðgangur að netinu í þeim tilgangi að auðvelda
störf. Þetta átti rætur að rekja til miðbiks tíunda áratugar síðustu aldar
og notkunin óx jafnt og þétt. Á árinu 2008 notuðu 62% starfandi fólks
í Bandaríkjunum tölvupóst og netið í vinnu sinni samkvæmt Networked
Workers Survey.15 Það kom þó fljótt í ljós að þessi tækni gat einnig afvega-
leitt fólk í starfi. Samkvæmt könnun America online og Salary.com frá
2005, sem oft er vitnað til, voru einkanot af netinu helsta ástæða þess að
starfsfólk sinnti ekki starfi sínu á vinnutíma.16 Þess háttar einkatjáskipti á
netinu hafa gengið undir margs konar nöfnum, sem hafa neikvæða merk-
ingu, og eru orðin cyberloafing og cyberslacking oftast notuð. Þau mætti
þýða sem netþvæling til þess að ná neikvæðu merkingunni. Hér er átt við
hvers konar notkun netsins á vinnutíma án þess að hún sé tengd starfinu.17
Áætlanir um slíka netnotkun sýndu þegar í upphafi 21. aldar að starfsfólk
varði allt frá þremur klukkustundum á viku18 og jafnvel umfram tveimur
og hálfri klukkustund á dag19 á sveimi um netið. Það hafði þær afleiðingar
að milli 20–30% fyrirtækja sögðu starfsfólki upp störfum fyrir þær sak-
13 Sama heimild.
14 Arni Sedghi, „Facebook: 10 years of social networking, in numbers“, The Guard-
ian: Datablog: Facts are Sacred, 4. febrúar/2014, sótt 3. júní 2014 af http://www.
theguardian.com/news/datablog/2014/feb/04/facebook-in-numbers-statistics.
15 Scott C. D’Urso og Kristen M. Pierce, „Connected to the organization: A survey
of communication technologies in the modern organizational landscape“, Com-
munication Research Reports, 1/2009, bls. 75–81.
16 Alessandro Bucciol, Daniel Houser og Marco Piovesan, „Temptation at work“,
PLoS ONE, 1/2013, bls. 1–5.
17 Anita L. Blanchard og Christine A. Henle, „Correlates of different forms of
cyberloafing: The role of norms and external locus of control“, Computers in Hu-
man Behavior, 2008 1067–1084.
18 David N. Greenfield og Richard A. Davis. „Lost in cyberspace: The web @ work“,
Cyber Psychology and Behavior, 2002, bls. 347–353.
19 Juline E. Mills, Bo Hu, Srikanth Beldona og Joan Clay, „Cyberslacking! A liability
issue for wired workplaces“, Cornell Hotel and Restaurant Administration Quarterly,
2001, bls. 34–47.
JóhaNNa GuNNlauGsdóttiR