Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Qupperneq 90
89
ir.20 Samfélagsmiðlar hafa síðan bæst við og orðið ríkjandi í því að draga
athygli starfsfólks frá vinnunni.
Einkatjáskipti á netinu eru talin misalvarleg. Robinson og Bennett
(1995) leggja til að þessari hegðun sé skipt í tvennt þar sem önnur væri
minniháttar frátöf frá vinnu en hin meiriháttar. Starfsfólk sem svarar
einkasímtölum í vinnu, les Financial Times við skrifborðið eða talar við
samstarfsmenn um leið og það fær sér kaffi, skynjar ekki að það hegði sér
ósæmilega eða slugsi í vinnunni svo framarlega sem þessi hegðun er innan
þeirra marka sem tíðkast á vinnustaðnum.21 Hvað „eðlilegt“ er í þessu
efni getur þó verið breytilegt frá einum vinnustað til annars. Á sama hátt
finnst starfsfólki ekkert athugavert við að senda eða móttaka persónulegan
tölvupóst í vinnunni, heimsækja frétta-, íþrótta-, fjármála- eða kauphall-
arsíður, versla á netinu og bóka hótel eða ferðalög ef þetta er gert í hófi og
kemur ekki niður á vinnunni.22 Slík hegðun fellur undir minniháttar frátöf
samkvæmt Blanchard og Henle (2008)23 og 80% starfsfólks í upplýsinga-
geiranum staðfestir að það noti tölvur sínar fyrir persónulegan tölvupóst,
skilaboð og samskipti í vinnunni.24 Þessi hegðun telst hins vegar alvarleg
þegar hún samræmist ekki viðmiðum vinnustaðarins og menningu hans
að mati samstarfsfólks og yfirmanna. Dæmi um alvarlega og óásættanlega
hegðun er að spila leiki, stunda veðmál, hala niður tónlist eða heimsækja
klámsíður. Vel undir 10% starfsfólks viðurkennir að jafnaði slíka hegð-
un.25
20 Anita L. Blanchard og Christine A. Henle, „Correlates of different forms of cy-
berloafing“, bls. 1068; Carl J. Case og Kimberly S. Young, „Employee internet
management: Current business practices and outcomes“, CyberPsychology and Be-
havior, 5/2002, bls. 355–361; David N. Greenfield og Richard A. Davis. „Lost in
cyberspace: The web @ work“, bls. 347–353.
21 Sandra L. Robinson og Rebecca J. Bennett, „A typology of deviant workplace
behavior: A multidimensional scaling study“, Academy of Management Journal,
2/1995, bls. 555–572.
22 S. Holtz, „Employees online: The productivity issue“, Communication World,
2/2001, bls. 17–23.
23 Anita L. Blanchard og Christine A. Henle, „Correlates of different forms of
cyberloafing“, bls. 1069–1070.
24 Kelly R. Garrett og James N. Danziger, „Disaffection or expected outcomes:
Understanding personal internet use during work“, Journal of Computer-Mediated
Communication, 4/2008, bls. 937–958.
25 Anita L. Blanchard og Christine A. Henle, „Correlates of different forms of
cyberloafing“, bls. 1068–1070.
SKJÁMENNING oG NETNoTKUN