Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Qupperneq 91
90
Í rannsóknum hefur verið leitast við að ákvarða einkenni og stöðu þeirra
sem líklegastir eru til þess að nota netið vegna einkaerinda í vinnunni. Sýnt
hefur verið fram á að starfsfólk, sem síður þurfti að virkja hugann í starfi,
var líklegra til þess að eyða tíma á netinu.26 Niðurstöður könnunar Garrett
og Danziger (2008) voru aðrar og sýndu að starfsframi, sjálfstæði í starfi,
tekjur, menntun og kyn væru áberandi vísbendingar um einkanot af netinu
á vinnutíma. Þar mátti fremur eigna vel menntuðu starfsfólki, sem sinnti
stjórnunarstörfum, þessa hegðun fremur en starfsfólki í almennum störfum.
Þá kom í ljós að ungir karlmenn væru fremur en aðrir líklegir til þess að
slæpast á netinu.27 Síðari rannsóknir staðfesta að einhverju leyti að ungir
karlmenn séu líklegri til þess að sinna einkaerindum á netinu í vinnunni en
munurinn á milli þeirra og annarra virðist ekki eins áberandi og áður var
talið.28 Frekari rannsóknir á tengslum starfa og einkanota af netinu staðfesta
einnig að aukið sjálfstæði í starfi tengist fremur slíkri notkun.29
Ting og Grant (2005) framkvæmdu könnun árið 2000 þar sem
spurninga listi var sendur til 494 félaga í félagi opinberra starfsmanna í
Suður Kaliforníu. Um 62% svarenda upplýstu að persónulegri notkun
þeirra á netinu í vinnunni væru takmörk sett og 70% svarenda staðfestu að
formlegar reglur hefðu verið settar á vinnustaðnum til þess að takmarka
ólöglega eða óviðurkvæmilega notkun tölvupósts. Af hópi svarenda sögð-
ust 85% verða fyrir því að samskipti þeirra við aðra á netinu, svo sem vegna
einkaerinda, kæmu til athugunar fyrirvaralaust.30 Athuganir sem þessar eru
jafnan framkvæmdar rafrænt með notkun hugbúnaðar sem getur rakið
tíma, innihald, umfang og aðila sem tengjast samskiptunum.31
26 Benjamín Liberman, Gwendolyn Seidman, Katelyn Y. A. McKenna og Laura E.
Buffardi, „Employee job attitudes and organizational characteristics and predictors
of cyberloafing“, Computers in Human Behavior, 2011, bls. 2192–2199.
27 Kelley R. Garrett og James N. Danziger, „on cyberslacking: Workplace status and
personal internet use at work“, Cyber Psychology & Behavior, 3/2008, bls. 287–292,
hér bls. 291.
28 Jessica Vitak, Julia Crouse og Robert LaRose, „Personal internet use at work: Un-
derstanding cyberslacking“, Computers in Human Behavior, 2011, bls. 1751–1759.
29 Guowei Jian, „Understanding the wired workplace: The effects of job charac-
teristics on employees’ personal online communication at work“, Communication
Research Reports, 1/2013), bls. 22–33.
30 Yuan Ting og Ron Grant, „Internet usage of local government employees: A
study of the effects of individual preferences, group influences, and administrative
factors“, The Social Science Journal, 2005, bls. 323–331.
31 Jeffrey A. Mello, „Social media, employee privacy and concerted activity: Brave
new world or big brother?“, Labor Law Journal, 3/2012, bls. 165–179.
JóhaNNa GuNNlauGsdóttiR