Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 93
92
tengjast samfélagsmiðlum á vinnutíma til einkanota.37 Starfsfólk annarra
skipulagsheilda hefur hins vegar í mörgum tilvikum aðgang að samfélags-
miðlum í vinnunni og getur sinnt þar einkaerindum og persónulegum
áhugamálum.
Reynst getur flókið að skrifa stefnu eða hegðunarreglur varðandi sam-
félagsmiðlanotkun starfsfólks hvort heldur sem hún er hluti af starfinu
eða til einkanota á vinnutíma en leiðbeiningum varðandi slíka vinnu er þó
til að dreifa.38 Starfsfólki kynni að þykja vafasamt að fylgst sé með sam-
félagsmiðlanotkun þess og enn fremur þótt viðkvæmt þegar því er tjáð að
slík notkun geti verið háð eftirliti. Grundvallarmannréttindi skipta máli í
þessu sambandi, svo sem málfrelsi og friðhelgi einkalífs.39 Vinnuveitendur
í Bandaríkjunum vinna jafnan dómsmál þar sem starfsfólk hefur haldið því
fram að eftirlit með samfélagsmiðlanotkun þess í vinnu væri brot á frið-
helgi einkalífs.40 Evrópusambandið hefur nokkuð aðra afstöðu og álítur
friðhelgi einkalífs hluta mannréttinda þegar lagareglur í Bandaríkjunum
líta á einkalíf sem lagaleg réttindi. Tilskipanir Evrópusambandsins krefja
fyrirtæki um að afla heimildar notenda til þess að nálgast upplýsingar sem
varða einkalíf. Þótt lagareglurnar séu í nokkru frábrugðnar er það engu að
síður staðreynd að vinnuveitendur eiga rétt á því að setja reglur um notkun
samfélagsmiðla á vinnustað bæði í Bandaríkjunum og Evrópusambandinu,
en evrópskir starfsmenn njóta í meira mæli friðhelgi einkalífs í starfi.41 Í
þessu samhengi má árétta að alþjóðleg samtök skjalastjórnenda (ARMA
International) hafa gefið út tækniskýrslu til þess að auðvelda skipulags-
37 Jamie Swedberg, „The medium and the message: HR communication tools that
really connect“, Credit Union Management, september/2011, bls. 32–35.
38 Sjá til dæmis Andreas M. Kaplan og Michael Haenlein, “Users of the world, unite!
The challenges and opportunities of Social Media, Business Horizons; ARMA Inter-
national, Using social media in organizations; Andy Williamson, Social media guidelines
for parliaments; NARA [National Records and Archives Administration, U.S.A.],
A report on federal Web 2.0 use and record value.
39 Patricia S. Abril, Avner Levin og Alissa Del Riego, „Blurred boundaries: Social
media privacy and the twenty-first-century employee“, American Business Law
Journal, 1/2012, 63–124, hér bls. 65–67.
40 Willow S. Jacobson og Shannon H. Tufts, „To post or not to post: Employees
rights and social media“, Review of Public Personnel Administration, 33: 1/2003, bls.
84–107; William P. Smith og Filiz Tabak, „Monitoring employee e-mails: Is there
any room for privacy?“, Academy of Management Perspectives, 4/2009, bls. 33–48.
41 Perry Binder og Nancy R. Mansfield, „Social networks and workplace risk: Class-
room scenarios from a U.S. and EU perspective“, Journal of Legal Studies Education,
1/2013 bls. 1–44, hér bls. 1.
JóhaNNa GuNNlauGsdóttiR