Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Page 94
93
heildum gerð stefnu og leiðbeininga viðvíkjandi samfélagsmiðlanotkun á
vinnustöðum.42
Vinnumálastofnun Bandaríkjanna (the National Labor Relations
Board – NLRB) hefur verið gagnrýnin á sumar þær stefnuyfirlýsingar sem
bandarísk fyrirtæki hafa tekið saman um notkun starfsfólks af samfélags-
miðlum. Stofnunin hefur bent á að hluti þessara stefnuyfirlýsinga kunni að
vera í andstöðu við rétt starfsfólks til þess að bindast samtökum á vinnu-
stað um að bæta starfskjör sín og tjá sig um þau. Ein slík stefnuyfirlýsing
hefur þó hlotið lof stofnunarinnar og verið talin öðrum til eftirbreytni.
Það er stefna smásölurisans Walmart.43 Fyrirtæki í Bandaríkjunum hafa
með góðum árangri farið í mál við starfsfólk þegar það hefur sett ummæli
eða yfirlýsingar, sem vinnuveitandanum hafa þótt óviðeigandi, á netið.
Þau hafa hins vegar tapað málunum þegar ummælin hafa verið tekin gild
sem liður í kjarabaráttu og hluti af réttinum til þess að bindast samtökum
í þeim tilgangi.44
Að mati Binder og Mansfield (2013) þarf vel uppbyggð og vel samin
stefna um samfélagsmiðla að taka til að minnsta kosti fjögurra atriða: ekki
ætti að ræða leyndarmál vinnustaðar eða mál sem ættu að fara leynt; við-
hafa óviðeigandi, niðrandi eða ærumeiðandi ummæli; veitast að eða ofsækja
einstaklinga eða birta ummæli sem mismunuðu einstaklingum vegna kyns,
litarháttar og trúarbragða. Stefna á sviði samfélagsmiðla, sem tekur mið af
þessu, getur verið góð leiðsögn og komið í veg fyrir mörg þeirra vanda-
mála sem rekja má til óviðeigandi notkunar á samfélagsmiðlum. Starfsfólk
ætti að setja athugasemd á samfélagsmiðlasíðu sína þar sem tekið er fram
að þær skoðanir, sem koma fram á síðunni, séu „þeirra eigin“ og ekki endi-
lega þær sömu og „vinnustaðar“.45 Áhugavert væri að athuga hvort íslensk-
ar skipulagsheildir hafi sett sér reglur um samfélagsmiðlanotkun í þessu
sambandi og ef svo er, hvort starfsfólk fari eftir slíkum reglum.46
42 ARMA International, Using Social Media in Organizations.
43 Roger Brice, Samuel Fifer og Gregory Naron, „Social media in the workplace:
The NLRB speaks“, Intellectual Property & Technology Law Journal, 10/2012, bls,
13–17.
44 Jeffrey A. Mello, „Social media, employee privacy and concerted activity“, bls.
165–173.
45 Perry Binder og Nancy R. Mansfield, „Social Networks and workplace risk“, bls.
36.
46 Ætla má að sums staðar sé þarna pottur brotinn ef marka má grein í páskablaði DV
frá því í apríl 2014. Þar kemur fram að aðstoðarkonur utanríkisráðherra hafi notað
tækjabúnað ráðuneytisins til þess að senda vinum ummæli á Facebook og Twitter.
Í besta falli gætu ummælin talist óviðurkvæmileg en í versta falli gætu þau talist
SKJÁMENNING oG NETNoTKUN