Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2014, Síða 95
94
Einstaklingar virðast ekki vera sérlega vakandi varðandi einkalíf sitt eða
hvað þeir birta á netinu samkvæmt rannsókn sem gerð var árið 2008 meðal
1710 námsmanna í Bandaríkjunum. Rannsóknin leiddi í ljós að einungis
33,2% nemenda notuðu „privacy settings“ til þess að verja persónulegar
upplýsingar á Facebook-síðum sínum. Nemendunum virtist heldur ekki
vera kunnugt um að þingbókasafn Bandaríkjanna (Library of Congress)
tekur til varðveislu öll „tweet“ ummæli þeirra.47
Einkatjáskipti á netinu, þar á meðal á samfélagsmiðlum, geta verið
þyrnum stráð. Það leiðir af sér að spurningar vakna um það hvenær eigi að
leyfa starfsfólki einkanot á vinnutíma. Ivarsson og Larsson (2012) leggja til
svar við þeirri spurningu. Að þeirra mati ætti að leyfa slíka notkun þegar
vinnuálag er svo mikið að það kynni að vera hættulegt heilsunni; þegar lítið
eða ekkert er að gera í vinnunni; svo lengi sem dagleg afköst viðkomandi
séu fullnægjandi; til þess að örva og vekja sköpunargáfuna; þegar vinnan
útheimtir fjölbreytileg verkefni; sé öryggi á vinnustað ekki ógnað og hafi
slík notkun hvorki áhrif á samstarfsmenn né viðskiptavini, umbjóðendur
og sjúklinga. Allt eru þetta atvik þar sem einkanot hafa ekki óæskileg áhrif
á frammistöðu í starfi og geta í sumum tilvikum verið til góðs. Það hefði
óæskileg áhrif á frammistöðu í starfi að skoða, hafa eftirlit með eða ofsækja
starfsfólk undir þessum kringumstæðum og þegar viðkomandi stendur
undir væntingum í starfi. Aðalatriðið er að starfsmaðurinn sinni starfi sínu
eins og ætlast er til. Þá ætti ekki að amast við því að hann sinnti einka-
erindum á netinu.48
Þegar öllu er á botninn hvolft er það eitt af hlutverkum stjórnenda að
halda starfsfólki við efnið og hvetja það til skapandi starfa. Ein nálgun
stjórnenda hefur verið sú að útiloka aðgang starfsfólks að samfélagsmiðl-
um og það gerir í raun töluverður fjöldi fyrirtækja, eða 25%, samkvæmt
sumum áætlunum.49 önnur nálgun stjórnenda er að setja mælikvarða á
frammistöðu starfsfólks og banna ekki hina nýju samfélagsmiðlatækni.
móðgun við erlend ríki – nokkuð sem síst ætti að berast frá utanríkisráðuneytinu.
Ingi Freyr Vilhjálmsson, „„Fannst þetta vera fyndið.“: Birti mynd af gömlum
NATo-síma: Netnotkun aðstoðarmanna vekur athygli“, DV, 15. – 22. apríl/2014,
bls. 2.
47 Perry Binder og Nancy R. Mansfield, „Social Networks and workplace risk“, bls.
7.
48 Lars Ivarsson og Patrik Larsson, „Personal internet usage at work: A source of
recovery“, Journal of Workplace Rights, 16: 1/2011–2012, bls. 63–81, hér 74–77.
49 David M. Scott, „Trust your employees (or fire them)“. EContent, 8/2008, bls.
48.
JóhaNNa GuNNlauGsdóttiR